Afdrifaríkar átta vikur framundan Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 13:33 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mætast í Pallborðinu í dag. Vísir Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Í dag eru um átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að ná saman um nýja langtíma samninga áður en skammtímasamningarnir renna út. Til þess að það megi gerast segir verkalýðshreyfingin að sveitarfélögin, ríkið og fyrirtækin verði leggja sitt að mörkum í baráttunni við verðbólguna og til að ná niður verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin gekk ekki sameinuð fram við gerð gildandi skammtímasamnings sem tók gildi hinn 1. nóvember í fyrra. Efling var ekki með öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við samningaborðið og fór í verfallsaðgerðir fljótlega upp úr síðustu áramótum. Samtök atvinnulífsins boðuðu á móti almennt verkbann á félagsmenn Eflingar og deiluefnin hrönnuðust upp fyrir Félagsdómi og Héraðsdómi. Nú sameinast félög og landssambönd í sameiginlegri samninganefnd undir merkjum Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan hálf þrjú í dag. Mikið er í húfi fyrir heimili og fyrirtæki. Forseti ASÍ segir verkalýðshreyfinguna ekki eina geta staðið undir því að minnka verðbólgu og ná niður vöxtum. Sveitarfélögin verði að draga til baka áætlanir um miklar gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og ríkið verði að auka vaxta- og barnabætur og leggja fram raunhæfar áætlanir í húsnæðismálum. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi endurskoða sínar áætlanir nái aðilar vinnumarkaðarins saman um skynsama kjarasamninga. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í dag en áður en fjárlög verða samþykkt fyrir jól krefst verkalýðshreyfingin mikilla breytinga á útgjöldum til barna- og vaxtabóta og annarra tilfærslukerfa ríkisins. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Atvinnurekendur Tengdar fréttir ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Í dag eru um átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að ná saman um nýja langtíma samninga áður en skammtímasamningarnir renna út. Til þess að það megi gerast segir verkalýðshreyfingin að sveitarfélögin, ríkið og fyrirtækin verði leggja sitt að mörkum í baráttunni við verðbólguna og til að ná niður verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin gekk ekki sameinuð fram við gerð gildandi skammtímasamnings sem tók gildi hinn 1. nóvember í fyrra. Efling var ekki með öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við samningaborðið og fór í verfallsaðgerðir fljótlega upp úr síðustu áramótum. Samtök atvinnulífsins boðuðu á móti almennt verkbann á félagsmenn Eflingar og deiluefnin hrönnuðust upp fyrir Félagsdómi og Héraðsdómi. Nú sameinast félög og landssambönd í sameiginlegri samninganefnd undir merkjum Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan hálf þrjú í dag. Mikið er í húfi fyrir heimili og fyrirtæki. Forseti ASÍ segir verkalýðshreyfinguna ekki eina geta staðið undir því að minnka verðbólgu og ná niður vöxtum. Sveitarfélögin verði að draga til baka áætlanir um miklar gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og ríkið verði að auka vaxta- og barnabætur og leggja fram raunhæfar áætlanir í húsnæðismálum. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi endurskoða sínar áætlanir nái aðilar vinnumarkaðarins saman um skynsama kjarasamninga. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í dag en áður en fjárlög verða samþykkt fyrir jól krefst verkalýðshreyfingin mikilla breytinga á útgjöldum til barna- og vaxtabóta og annarra tilfærslukerfa ríkisins.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Atvinnurekendur Tengdar fréttir ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent