Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 13:00 Rachel Corsie segir fráleitt að halda að Skotar leggi ekki allt í sölurnar gegn Englandi í kvöld. Getty/Ian MacNicol Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira