Mikill vill meira og fékk það líka í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:31 Alejandro Garnacho skorar glæsilegt mark sitt fyrir Manchester United á móti Everton. AP/Jon Super Nýr sjónvarpssamningur ensku úrvalsdeildarinnar er meira en ellefu hundruð milljarða króna virði en deildin hefur gengið frá samningum við Sky Sports, TNT Sports og breska ríkisútvarpið BBC. Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum. Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Sky Sports og TNT Sports sömdu um beinar útsendingar frá leikjum en breska ríkisútvarpið samdi um að halda áfram útsendingum á markaþætti sínum Match of the day. Enska úrvalsdeildin segir að samningurinn sé stærsti sjónvarpssamningur sem gerður hefur verið í breskum íþróttum. The Premier League has completed the largest sports media rights deals ever concluded in the UK for Seasons 2025/26 through to 2028/29 https://t.co/jSv9zOFdMY pic.twitter.com/quxp9LiUdb— Premier League (@premierleague) December 4, 2023 Í yfirlýsingu kemur fram að þessir samningar muni skila tekjum upp á 6,7 milljarða punda á þessum fjórum árum en það jafngildir 1184 milljörðum íslenskra króna. Mikill vill meira og fékk það líka í gær. Samningurinn gildir frá og með 2025-26 tímabilinu og næsta tímabil er því ekki hluti af honum. Þetta er fjögurra prósenta hækkun frá fyrri samningi ensku úrvalsdeildarinnar við þessar sjónvarpsstöðvar og það eru miklir peningar þegar verið er að tala um svona risastóra samninga. Sky Sports sem dæmi fékk það líka í gegn að sýna beint frá mun fleiri leikjum en áður. Sky ætlar nefnilega að sýna sjötíu prósent fleiri leiki úr ensku úrvalsdeildinni en alls munu 215 leikir vera sýndir beint á Sky Sports. TNT mun sýna 52 leiki. BREAKING : Sky Sports agree new Premier League rights dealSky Sports to show 70% more matches a record 215 games - in a new four year-deal from 2025/26.More Premier League action than any other broadcaster, with at least four matches every week. pic.twitter.com/Q9ye5w9Vzj— Sky Sports (@SkySports) December 4, 2023 Í fyrsta sinn verða allir leikir sýndir beint fyrir utan þá sem byrja klukkan þrjú á laugardögum. Það verða líka leikir í miðri viku þar sem áhorfendur geta valið á milli leikja. Enska úrvalsdeildin er náttúrulega í algjörum sérflokki þegar kemur að stórum sjónvarpssamningum í fótboltanum en þessi samningur er sem dæmi meira en tvöfalt hærri en nýr samningur um sýningarrétt á ítalska fótboltanum.
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira