„Stjórn listamannalauna þakkar umsókn þína í launasjóðinn fyrir árið 2024. Til úthlutunar eru 1600 mánaðarlaun úr sex mismunandi sjóðum. Umsækjendur voru 1.033 og sótt var um 9.342 mánuði. Úthlutunarnefndir stóðu frammi fyrir því að þurfa að hafna mörgum góðum umsóknum og því miður reyndist ekki unnt að verða við umsókn þinni að þessu sinni.“
Þetta er texti sem blasir við augum margra sem ekki fengu laun. Úthlutunarnefndir starfa samkvæmt lögum 57/2009 og reglugerð (834/2009) um listamannalaun. Þar segir að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun. Í bréfi er bent á að stjórnvaldi beri ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.
Undir bréfið skrifar Jónatan Garðarsson, sem er formaður stjórnar en auk hans sitja þar Ásgerður Júníusdóttir, Eva María Árnadóttir.