„Það versta sem hægt er að segja um hann“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2023 07:31 Marcus Rashford náði sér engan veginn á strik í tapinu gegn Newcastle á laugardagskvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagði frammistöðu enska framherjans Marcus Rashford hafa verið algjörlega óásættanlega í tapi Manchester United gegn Newcastle um helgina. United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
United tapaði leiknum 1-0 og Newcastle þótti mikið betri aðilinn stærstan hluta leiksins. Frammistaða Rashford olli líkt og fyrr á þessari leiktíð sérstaklega miklum vonbrigðum, að mati Carraghers, en sigur Newcastle kom liðinu upp fyrir United í 6. sæti. „Það virðast vera risavaxin vandamál þarna. Ég trúi því ekki hvar Manchester United er í stigatöflunni,“ sagði Carragher á Sky Sports. „Þetta var óásættanleg frammistaða hjá Marcus Rashford og fyrir því eru nokkrar ástæður. Maðurinn spilaði ekki í Meistaradeildinni í vikunni, en ég hef verið heimamaður í liði og það er ekki auðvelt þegar liðinu gengur illa. Fyrir menn eins og Rashford, mig sjálfan og Gerrard hjá Liverpool þá var það okkar hlutverk að laga þetta og fá hina með okkur. En þegar ég horfi á Rashford þá minnir hann mig á [Anthony] Martial og það er það versta sem hægt er að segja um hann. Erlendur leikmaður sem kemur inn og er í raun alveg sama. Rashford lítur núna út eins og Martial,“ sagði Carragher. Rashford hefur aðeins skorað tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur, það seinna úr víti gegn Everton fyrir rúmri viku. „Heimastrákur eins og hann þarf að virkja hina leikmennina. Maður hættir aldrei að hlaupa, fyrir merkið á búningnum og fyrir stuðningsmennina því þú ert í raun einn af þeim,“ sagði Carragher og benti á frammistöðu Son Heung-min í jafntefli Tottenham við Manchester City í gær. „Það var leikmaður í dag, Son, sem hætti aldrei að hlaupa. Hann fékk markið sitt og tók þátt í fleiri, og þegar við erum að tala um frábæra leikmenn í þessari deild þá hætti Son aldrei að hlaupa. Hann er leiðtogi. Maður vill sjá svona leiðtoga í Rashford. Hinir leikmennirnir eiga að horfa til hans og hugsa: „Þetta er Manchester United“,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira