Enski boltinn

„Við breytum draumnum í mar­tröð“

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp EPA-EFE/PETER POWELL

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, var spurður út í heimavallarárangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Fulham um helgina.

Liverpool hefur tapað aðeins einum af síðustu 48 heimaleikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni og hefur liðið unnið alla heimaleiki sína hingað til. Klopp vill meina að Liverpool breyti draumi í martröð fyrir flesta andstæðinga liðsins.

„Ég segi við strákana að það er draumur fyrir nánast alla andstæðinga okkar að koma á Anfield og spila við Liverpool. Þetta er draumur sem nánast allir hafa en við erum alltaf fljótir að breyta þeim draumi í martröð, það er það sem við reynum alltaf að gera,“ byrjaði Klopp að segja.

„Auðvitað virkar það ekki alltaf en þegar stuðningsmennirnir láta vel í sér heyra þá er fátt sem stöðvar okkur. Við höfum alltaf átt gott samband við stuðningsmennina og þess vegna eru þeir stór hluti af því þegar vel gengur,“ endaði Jurgen Klopp að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×