Áfengi úr íslenskri mjólk á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2023 19:40 Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er mjög ánægður og sáttur með starfsemina á Sauðárkróki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir. Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira