Áfengi úr íslenskri mjólk á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2023 19:40 Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er mjög ánægður og sáttur með starfsemina á Sauðárkróki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskri mjólk er nú breytt að hluta til í áfengi hjá Íslensku mysuafurðum á Sauðárkróki, sem er að framleiða etanól úr mjólkursykrinum. Ekki stendur þó til að fara að framleiða áfengi til sölu að svo stöddu en sá tímapunktur gæti þó komið fyrr en varir. Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Það eru ekki bara framleiddir risa ostar hjá MS á Sauðárkróki eða aðrar spennandi mjólkurvörur því þar eru Íslenskar mysuafurðir með sína framleiðslu líka þar sem mikið magn af etanóli er framleidd á hverju ári eða á milli 1,5 til 2 milljónir lítra á ári. Hér erum við að tala um próteinduft úr mjólkurframleiðslunni en duftið er unnið úr mysu, sem fellur til við ostagerð á Egilsstöðum, Akureyri og Sauðárkróki en við framleiðslu mjólkurduftsins verður til mjólkursykur, sem nýtist núna svona ljómandi vel í vinnslunni á Sauðárkróki. „Við erum að búa til etanól úr mjólkursykrinum þannig að við erum í rauninni að kreista allt út, sem við getum gert af efnum, sem mjólkin gefur okkur og ná að hreina vökvann eins mikið,“ segir Svavar Sigurðsson mjólkurfræðingur hjá Íslenskum mysuafurðum á Sauðárkróki. Svavar mælir styrkleikann í etanólinu reglulega og er hann oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með. Þið eruð í raun og veru bara að brugga eða hvað? „Já, við bruggum bara, við erum að ná því að komast inn á topp 10 listann í Skagafirði í framleiðslu á áfengi, ég held að við séum búin að ná því núna,“ segir Svavar og hlær. Framleiðslan fer fram í stórum tönkum en mikinn tækjabúnað þarf við vinnsluna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað er spírinn notaður í? „Núna í upphafi verður hann sennilega notaður í iðnað, þetta er iðnaðarspýri, sem við erum að búa til núna. Við erum, sem sagt ekki búin að fá viðurkenningu á honum, sem drykkjarhæfum en þá erum við að tala um rúðuvökva og handspritt og kannski eldsneyti og meira í þá hlutina en við vonumst náttúrulega til að við getum sent þetta í Jöklu eða eitthvað spennandi íslenskt“. En til að hafa þetta algjörlega á hreinu. Er verið að breyta íslenskri mjólk í áfengi? „Já, já, að hluta til að reyna að fullnýta þetta og hérna og það er bara andskoti magnað, afsakið orðbragðið að dýr, sem eru að borða í raunni trefjar úti á túni skuli vera að skila af sér fitu og próteini og núna etanóli. Það væri náttúrlega draumur að mjólkurbílarnir gætu keyrt á því seinna einhvern tímann,“ segir Svavar. En hvernig er að vinna í þessu umhverfi allan daginn, ertu ekki skakkur eftir vinnudaginn? „Það hefur aldrei komið sá dagur að ég hafi ekki getað keyrt heim og verið með góða samvisku, þannig að ég vona að ég haldi því bara áfram og það verði bara svoleiðis,“ segir Svavar kátur með framleiðsluna á Sauðárkróki. Hér er Svavar að mæla styrkleikann í etanólinu en hann er oftast á bilinu 94 til 96 prósent, sem hann er mjög ánægður með.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Áfengi og tóbak Landbúnaður Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira