Tugmilljarða tilfærsla lífeyrisréttinda milli kynslóða dæmd ólögleg
Fordæmalausar breytingar um síðustu áramót á samþykktum lífeyrissjóða um tilfærslu lífeyrisréttinda milli kynslóða sjóðsfélaga, sem var staðfest af fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir neikvæða umsögn fjármálaeftirlits Seðlabankans, hafa núna verið dæmdar ólöglegar samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Fjármálaeftirlitið hafði varað við því að ekki væri lagaheimild fyrir skerðingu réttinda hjá sjóðum sem búa við góðan fjárhag og tryggingastærðfræðingur gagnrýndi ráðstöfunina harðlega og sagði þær brjóta „gróflega á eignarrétti yngri sjóðsfélaga.“
Tengdar fréttir
Gildi og LIVE vísa því á bug að verðmæti hafi verið flutt milli kynslóða
Framkvæmdastjórar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Gildis lífeyrissjóðs, ásamt tryggingastærðfræðingi hjá Talnakönnun, vísa því á bug að breytingar sem voru gerðar á áunnum lífeyrisréttindum feli í sér að brot á eignarrétti yngri sjóðfélaga. Þvert á móti stuðluðu breytingarnar að „jafnræði milli sjóðfélaga“ og komu í veg fyrir „stórfelldan og óréttlátan tilflutning verðmæta“ frá eldri sjóðfélögum og lífeyrisþegum til þeirra sem yngri eru.
Lítið fór fyrir tugmilljarða tilfærslu milli kynslóða
Nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa gripið til þess ráðs að breyta áunnum lífeyrisréttindum mismikið eftir aldurshópum þannig að aukning þessara réttinda sé minni hjá yngri kynslóðinni heldur en þeirri eldri.