„Held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2023 09:00 Erik ten Hag er á sínu öðru tímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. getty/BSR Agency Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson segja að það veiki stöðu Eriks ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, hversu slakir leikmennirnir sem hann hefur fengið til liðsins hafa verið. United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
United missti tvisvar niður tveggja marka forskot þegar liðið sótti Galatasaray heim í Meistaradeild Evrópu í fyrradag. Leikar fóru 3-3 og United er á botni A-riðils með einungis fjögur stig. André Onana, markvörður United, gerði afdrifarík mistök í leiknum í Istanbúl og hefur verið afar mistækur í Meistaradeildinni í vetur. Aðrir leikmenn sem Ten Hag hefur fengið til United hafa heldur ekki slegið í gegn. Aron segir að sú staðreynd veiki stöðu Ten Hags. „Alveg klárlega. Maður sér bara að margir leikmenn sem hann hefur fengið eru lánsmenn sem eru að koma og fara. Svo keypti hann Antony á hátt í hundrað milljónir, Onana á 50-60 milljónir og [Sofyan] Amrabat sem er ekki búinn að vera góður,“ sagði Aron í Meistaradeildarmörkunum. „Þessir tveir leikmenn sem hann er búinn að kaupa á svona rosalega mikinn pening, Antony og Onana, þurfa bara að standa sig. Þegar þú kemur inn í United á svona upphæð, sérstaklega markvörður, áttu ekki að fá 1-2 ár til reyna að verða góður. Þú átt bara að standa þig strax. Það er það sem maður býst við í United.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Man. Utd. Ólafur tók undir orð Arons. „Ég held að það veiki klárlega stöðu Eriks ten Hag. En það sem gerist líka, sem er ekkert sérstaklega gott fyrir Manchester United og stuðningsmenn þeirra er að fókusinn á það sem er raunverulega að fjarlægist það og yfir á þetta, bæði leikmannakaupin hjá Ten Hag og frammistöðu Onanas,“ sagði Ólafur. „En það er alveg ljóst að það er miklu meira og stærra að hjá Manchester United heldur en að Ten Hag hafi ekki hitt á rétta leikmenn.“ Umræðuna um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 30. nóvember 2023 08:00