Ekki lengur bara blá augu í Myndinni hennar Lísu Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 15:32 Olga Guðrún vonar að ný ljóðlína faðmi betur alla áheyrendur. Aðsend Rithöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir hefur breytt einni línu í ljóðinu Myndin hennar Lísu svo lagið faðmi betur fjölbreytileika samfélagsins. Lagið er samið fyrir 46 árum og samfélagið hefur tekið miklum breytingum síðan þá segir Olga. Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla. Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Sjá meira
Breytingin er í ljóðlínu í seinna erindi lagsins. Áður var sungið um blá augu en eftir breytingu er einnig sungið um brún augu. Olga Guðrún sendi fyrir helgi frá sér orðsendingu á Facebook-síðu sinni til kennara, kórstjóra, foreldra og alls hins syngjandi fjölda varðandi texta lagsins. Þar segir Olga Guðrún að hún hafi, í seinni tíð, oft orðið vör við það að kórstjórar, leikskólakennarar og tónmenntakennarar sem stýri fjölbreyttum hópum í söng eigi í vandræðum með með eina ljóðlínu í seinna erindi og stelist jafnvel til að breyta henni einhvern veginn til þess að hún virki síður útilokandi fyrir söngvara sem eru dökkir á brún og brá. Óþarfa þröskuldur Það er línan „Augu svo blá“ sem Olga Guðrún hefur nú breytt í „Brún augu og blá“. Upphaflega ljóðmyndin vísar, að sögn Olgu Guðrúnar, til sakleysisins, en sú vísun virðist æ oftar fara forgörðum og þannig myndast óþarfa þröskuldur á milli ljóðsins og viðtakanda þess að mati skáldsins. „Þess vegna hef ég ákveðið að breyta ljóðlínunni sem um ræðir þannig að í stað ,,augu svo blá" komi ,,BRÚN AUGU OG BLÁ", sem mér finnst samræmast vel fagurfræði ljóðsins,“ segir Olga Guðrún í orðsendingu sinni en bætir því svo við að þeim sem vilji halda sig við eldri útgáfuna sé auðvitað frjálst að gera það áfram. Olga segist vonast til þess að með breytingunni nái lagið að umfaðma sem flesta í samfélagi fjölbreytileikans, útiloki engan og enginn þurfi að kreppa tærnar í marglitum sönghópum eða vögguvísurauli fyrir svefninn. Hægt er að hlusta á eldri útgáfuna hér að ofan og svo lesa ljóðið í heild sinni, með nýjum texta, þar fyrir neðan. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn sem biðja um frið, biðja þess eins að mega lifa eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu á það mynd þar sem allir eiga öruggan stað. Brún augu og blá, hjörtu sem slá, hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla.
Tónlist Ljóðlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Sjá meira