Sveitarstjóri óskaði eftir helmingi minni launahækkun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2023 17:00 Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, sem þiggur ekki 11% launahækkun frá 1. nóvember heldur 6,75% hækkun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra. „Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag
Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira