Gaza einræðurnar eru reynslusögur skrifaðar af ungmennum sem tóku þátt í leiklistarstarfi í ASHTAR leikhúsinu árið 2010, stuttu eftir fyrsta stríðið á Gaza ströndinni. Því miður eiga einræðurnar enn við í dag en þær leggja áherslu á hryllinginn, vonir og seiglu íbúa á Gaza og gefa bæði börnum og fullorðnum rödd.
Aðgangur er ókeypis en hvatt er til frjálsra framlaga til verkefnis ASHTAR-leikhússins sem veitir sálfræðiaðstoð fyrir börn, ungmenni og fullorðna á Vesturbakkanum. Verkefnið er unnið í samvinnu við palestínska sálfræðinga og fer fram í skólum og félagsmiðstöðvum fyrir ungmenni þar sem leiklist og listir eru notaðar sem áfallahjálp og miðil til að vinna úr þeim andlegu áhrifum sem stríðið á Gaza hefur haft í för með sér.
Hér fyrir neðan má horfa á viðburðinn í beinu streymi en hann hefst kl 11:30.