Rodrygo skoraði fyrstu tvö mörk Madrídinga í leik gærdagsins áður en Bellingham bætti þriðja markinu við á 74. mínútu og innsiglaði sigurinn.
Englendingurinn hefur þar með skorað 14 mörk í sínum fyrstu 15 leikjum fyrir Real Madrid og er hann sá fyrsti í sögu félagsins til að gera það. Þrír leikmenn deildu metinu áður, en þeir Cristiano Ronaldo, Alfredo di Stefano og Pruden skoruðu allir 13 mörk í sínum fyrstu 15 leikjum fyrir félagið.
JUDE BELLINGHAM MAKES HISTORY! 🤩
— ESPN FC (@ESPNFC) November 26, 2023
No player has ever scored more goals for Real Madrid in their first 15 matches.
🥇 Bellingham (14)
🥈 Cristiano Ronaldo (13)
🥈 Di Stéfano (13)
He's only getting started 🔥 pic.twitter.com/FIqu3N29rQ
Bellingham hefur skorað 11 mörk í 12 deildarleikjum fyrir Real Madrid á tímabilinu og þrjú í þremur leikjum í Meistaradeildinni. Sigur gærdagsins skaut Madrídingum á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 14 leiki, einu stigi meira en Girona sem situr í öðru sæti og á leik til góða.