Upplifði martröð leikarans Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Unnur Elísabet Gunnarsdóttir tók að sér eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar Deleríum Búbónis um helgina sem leið. aðsend Dansarinn og leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir upplifði martröð leikarans um helgina sem leið þegar hún þurfti að stíga á svið í aðalhlutverk söngleiksins Deleríum Búbónis. Kvöldið áður fékk Unnur símtal frá leikstjóranum, Bergi Þór Ingólfssyni. „Hann bað mig að hoppa inn með svo að segja engum fyrirvara vegna veikinda aðalleikkonunnar, Ásthildar Úu. Fyrsta svarið mitt var skiljanlega nei og bætti við að svona lagað væri ekki gerlegt með svo stuttum fyrirvara. Aðstandendur sýningarinnar þurftu öll sem eitt að hafa hraðar hendur.aðsend Einhvern veginn náði hann samt að sannfæra mig um að ég gæti vel gert þetta og ég myndi fá in-ear í eyrað. Þá er línunum mínum hvíslað í eyrað á sama tíma og ég fer með þær. Þessi tækni er nánast aldrei notuð lengur í leikhúsi. Mesta heilaleikfimi sem sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera „Ég vissi alveg að ég gæti leikið, sungið og dansað en var verulega stressuð að ná textanum, sérstaklega í lögunum sem ég kann ekki. Eins fannst mér virkilega óþægileg pæling að leika með rödd í eyranu sem ég hef aldrei gert áður.“ Unnur ásamt Bergi Þór Ingólfssyni, leikstjóra sem las línurnar fyrir hana í gegnum in-ear tækni.aðsend Unnur var þó ekki alveg ókunn sýningunni því hún samdi dansana fyrir verkið. Sjálf segist hún þó hafa verið löngu búna að gleyma þeim enda farin út úr verkefninu. Að morgni sýningardags fékk hún nokkrar æfingar og náði að rifja dansana upp. „Við tókum nokkrar leiksenur og ég prófaði að vera með in-ear. Þetta var einhver mesta heilaleikfimi sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera. Það er varla hægt að ímynda sér að hlusta á leikstjórann tala í eyrað mitt, byrja setninguna á meðan hann var að klára setninguna, hlusta og tala á sama tíma sem og að leika á sviðinu svo allt liti eðlilega út. Mér fannst eins og heilanum væri skipt í þrennt. Í dans og söngatriðunum var það síðan að syngja og dansa á sama tíma og hlusta á leikstjórann í eyranu. Ég mun aldrei gleyma þessu.“ Klippa: Bergur Þór og Unnur Elísabet Enginn tími fyrir stress Spurð á hvaða skala stressið hafi verið þegar tjaldið var svo dregið frá segir Unnur það undarlegasta. Sigurður Þór Óskarsson fer með hitt aðalhlutverk sýningarinnar.aðsend „Það var í raun ótrúlegt að ég fann ekki fyrir stressi meðan á þessu stóð því það hreinlega gafst ekki tími til þess. Það tók eitthvað annað yfir. Ég vissi að ég yrði að klára þetta og hugsaði með mér að það væri nú eins gott að hafa gaman að þessu því annars er þetta tilgangslaust. Sjálfri finnst mér ekkert skemmtilegra en að leika, syngja og dansa á sviði svo ég vatt mér beint inn í þá orku. Næst vona ég samt að ég fái að æfa hlutverkið frá byrjun og njóta mín í botn á sviðinu.“ Framundan eru fjölbreytt verkefni en Unnur er til að mynda listrænn hönnuður yfir öllum atriðum Idol stjörnuleitar. „Já ég þjálfa keppendur í sviðsframkomu, ég er líka að skrifa nokkur leikrit og söngleiki, vinna heimildamynd og nú óska ég þess að verða ráðin í næsta stóra söngleik sem leikkona, söngkona og dansari,“ segir Unnur í léttum tón að lokum. Leikhús Dans Tengdar fréttir Kynntust á almenningssalerni Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur og leikstjóri frumsýnir í dag verkið Release eða Létti sem hún skrifaði sjálf ásamt listakonunni Sally Cowdin. Verkið sprettur frá þeirra eigin upplifun og segir frá konum sem kynnast á almenningssalerni. 1. júlí 2023 10:30 Leikstjóri Systra: „Þær hafa rosalega mikil áhrif á mig“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli. 14. maí 2022 16:30 Líður best með moldina á milli tánna Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna. 9. júlí 2023 07:01 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Kvöldið áður fékk Unnur símtal frá leikstjóranum, Bergi Þór Ingólfssyni. „Hann bað mig að hoppa inn með svo að segja engum fyrirvara vegna veikinda aðalleikkonunnar, Ásthildar Úu. Fyrsta svarið mitt var skiljanlega nei og bætti við að svona lagað væri ekki gerlegt með svo stuttum fyrirvara. Aðstandendur sýningarinnar þurftu öll sem eitt að hafa hraðar hendur.aðsend Einhvern veginn náði hann samt að sannfæra mig um að ég gæti vel gert þetta og ég myndi fá in-ear í eyrað. Þá er línunum mínum hvíslað í eyrað á sama tíma og ég fer með þær. Þessi tækni er nánast aldrei notuð lengur í leikhúsi. Mesta heilaleikfimi sem sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera „Ég vissi alveg að ég gæti leikið, sungið og dansað en var verulega stressuð að ná textanum, sérstaklega í lögunum sem ég kann ekki. Eins fannst mér virkilega óþægileg pæling að leika með rödd í eyranu sem ég hef aldrei gert áður.“ Unnur ásamt Bergi Þór Ingólfssyni, leikstjóra sem las línurnar fyrir hana í gegnum in-ear tækni.aðsend Unnur var þó ekki alveg ókunn sýningunni því hún samdi dansana fyrir verkið. Sjálf segist hún þó hafa verið löngu búna að gleyma þeim enda farin út úr verkefninu. Að morgni sýningardags fékk hún nokkrar æfingar og náði að rifja dansana upp. „Við tókum nokkrar leiksenur og ég prófaði að vera með in-ear. Þetta var einhver mesta heilaleikfimi sem ég hef nokkurn tímann þurft að gera. Það er varla hægt að ímynda sér að hlusta á leikstjórann tala í eyrað mitt, byrja setninguna á meðan hann var að klára setninguna, hlusta og tala á sama tíma sem og að leika á sviðinu svo allt liti eðlilega út. Mér fannst eins og heilanum væri skipt í þrennt. Í dans og söngatriðunum var það síðan að syngja og dansa á sama tíma og hlusta á leikstjórann í eyranu. Ég mun aldrei gleyma þessu.“ Klippa: Bergur Þór og Unnur Elísabet Enginn tími fyrir stress Spurð á hvaða skala stressið hafi verið þegar tjaldið var svo dregið frá segir Unnur það undarlegasta. Sigurður Þór Óskarsson fer með hitt aðalhlutverk sýningarinnar.aðsend „Það var í raun ótrúlegt að ég fann ekki fyrir stressi meðan á þessu stóð því það hreinlega gafst ekki tími til þess. Það tók eitthvað annað yfir. Ég vissi að ég yrði að klára þetta og hugsaði með mér að það væri nú eins gott að hafa gaman að þessu því annars er þetta tilgangslaust. Sjálfri finnst mér ekkert skemmtilegra en að leika, syngja og dansa á sviði svo ég vatt mér beint inn í þá orku. Næst vona ég samt að ég fái að æfa hlutverkið frá byrjun og njóta mín í botn á sviðinu.“ Framundan eru fjölbreytt verkefni en Unnur er til að mynda listrænn hönnuður yfir öllum atriðum Idol stjörnuleitar. „Já ég þjálfa keppendur í sviðsframkomu, ég er líka að skrifa nokkur leikrit og söngleiki, vinna heimildamynd og nú óska ég þess að verða ráðin í næsta stóra söngleik sem leikkona, söngkona og dansari,“ segir Unnur í léttum tón að lokum.
Leikhús Dans Tengdar fréttir Kynntust á almenningssalerni Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur og leikstjóri frumsýnir í dag verkið Release eða Létti sem hún skrifaði sjálf ásamt listakonunni Sally Cowdin. Verkið sprettur frá þeirra eigin upplifun og segir frá konum sem kynnast á almenningssalerni. 1. júlí 2023 10:30 Leikstjóri Systra: „Þær hafa rosalega mikil áhrif á mig“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli. 14. maí 2022 16:30 Líður best með moldina á milli tánna Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna. 9. júlí 2023 07:01 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Kynntust á almenningssalerni Unnur Elísabet Gunnarsdóttir danshöfundur og leikstjóri frumsýnir í dag verkið Release eða Létti sem hún skrifaði sjálf ásamt listakonunni Sally Cowdin. Verkið sprettur frá þeirra eigin upplifun og segir frá konum sem kynnast á almenningssalerni. 1. júlí 2023 10:30
Leikstjóri Systra: „Þær hafa rosalega mikil áhrif á mig“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli. 14. maí 2022 16:30
Líður best með moldina á milli tánna Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna. 9. júlí 2023 07:01