Fannst mark Garnachos flottara en mark Rooneys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2023 10:30 Gary Neville segir að markið sem Alejandro Garnacho skoraði fyrir Manchester United gegn Everton í gær sé flottasta mark sem hann hefur séð skorað með hjólhestaspyrnu. Eftir aðeins þrjár mínútur í leik Everton og United á Goodison Park í gær skoraði Garnacho með stórkostlegri hjólhestaspyrnu og kom gestunum yfir. United vann leikinn á endanum, 0-3. Neville, sem lýsti leiknum á Sky Sports, var dolfallinn yfir marki Garnachos eins og fleiri. „Ég hef ekki séð betra mark með hjólhestaspyrnu. Þetta var fallegasta hjólhestaspyrna sem ég hef séð,“ sagði Neville. Margir líktu marki argentínska ungstirnisins við frægt mark Waynes Rooney fyrir United gegn Manchester City 2011. Neville fannst markið hans Garnachos vera flottara. „Ég hef ekki séð svona áður. Það sem vakti athygli var að hann þurfti að færa sig, fer inn og út, hreyfir fæturna snöggt og kastar sér upp í loftið,“ sagði Neville. „Ég spilaði fótbolta lengi en get ekki gert þetta. Ekki bara hjólhestaspyrnuna heldur að komast í loftið til að ná að snerta boltann. Ég held ég myndi hálsbrjóta mig! Flestir leikmenn myndu ekki vita hvernig ætti að gera þetta. Þetta eru fimleikar, ekki fótbolti. Þetta er besta hjólhestaspyrna sem ég hef séð. Ég hef aldrei séð leikmann komast í stöðu eins og Garnacho. Rooney var nálægt því en mark Garnachos er bara betra.“ Markið í gær var það fyrsta hjá Garnacho í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United er í 6. sæti hennar. Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Enski boltinn Tengdar fréttir Keane segir ummæli Ten Hags „algjört helvítis kjaftæði“ Roy Keane gaf lítið fyrir það þegar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Bruno Fernandes fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnu í 0-3 sigri liðsins á Everton í gær. 27. nóvember 2023 08:30 Fannst Kobbie Mainoo langbestur hjá United Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United. 27. nóvember 2023 07:30 United fyrsta liðið til að halda fimm hundruð sinnum hreinu Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær þegar liðið vann 0-3 sigur á Everton en þetta var í 500. sinn sem liðið heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni. 27. nóvember 2023 07:01 Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. 26. nóvember 2023 21:01 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Eftir aðeins þrjár mínútur í leik Everton og United á Goodison Park í gær skoraði Garnacho með stórkostlegri hjólhestaspyrnu og kom gestunum yfir. United vann leikinn á endanum, 0-3. Neville, sem lýsti leiknum á Sky Sports, var dolfallinn yfir marki Garnachos eins og fleiri. „Ég hef ekki séð betra mark með hjólhestaspyrnu. Þetta var fallegasta hjólhestaspyrna sem ég hef séð,“ sagði Neville. Margir líktu marki argentínska ungstirnisins við frægt mark Waynes Rooney fyrir United gegn Manchester City 2011. Neville fannst markið hans Garnachos vera flottara. „Ég hef ekki séð svona áður. Það sem vakti athygli var að hann þurfti að færa sig, fer inn og út, hreyfir fæturna snöggt og kastar sér upp í loftið,“ sagði Neville. „Ég spilaði fótbolta lengi en get ekki gert þetta. Ekki bara hjólhestaspyrnuna heldur að komast í loftið til að ná að snerta boltann. Ég held ég myndi hálsbrjóta mig! Flestir leikmenn myndu ekki vita hvernig ætti að gera þetta. Þetta eru fimleikar, ekki fótbolti. Þetta er besta hjólhestaspyrna sem ég hef séð. Ég hef aldrei séð leikmann komast í stöðu eins og Garnacho. Rooney var nálægt því en mark Garnachos er bara betra.“ Markið í gær var það fyrsta hjá Garnacho í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United er í 6. sæti hennar. Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Keane segir ummæli Ten Hags „algjört helvítis kjaftæði“ Roy Keane gaf lítið fyrir það þegar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Bruno Fernandes fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnu í 0-3 sigri liðsins á Everton í gær. 27. nóvember 2023 08:30 Fannst Kobbie Mainoo langbestur hjá United Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United. 27. nóvember 2023 07:30 United fyrsta liðið til að halda fimm hundruð sinnum hreinu Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær þegar liðið vann 0-3 sigur á Everton en þetta var í 500. sinn sem liðið heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni. 27. nóvember 2023 07:01 Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. 26. nóvember 2023 21:01 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Keane segir ummæli Ten Hags „algjört helvítis kjaftæði“ Roy Keane gaf lítið fyrir það þegar Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Bruno Fernandes fyrir að leyfa Marcus Rashford að taka vítaspyrnu í 0-3 sigri liðsins á Everton í gær. 27. nóvember 2023 08:30
Fannst Kobbie Mainoo langbestur hjá United Gary Neville hrósaði Kobbie Mainoo í hástert fyrir frammistöðu hans í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir Manchester United. 27. nóvember 2023 07:30
United fyrsta liðið til að halda fimm hundruð sinnum hreinu Manchester United skráði sig í sögubækurnar í gær þegar liðið vann 0-3 sigur á Everton en þetta var í 500. sinn sem liðið heldur hreinu í ensku úrvalsdeildinni. 27. nóvember 2023 07:01
Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. 26. nóvember 2023 21:01