Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 21:01 Erik ten Hag var brosmildur á blaðamannafundinum eftir leik. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. „Þetta var góð frammistaða í dag. Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Ekki bara afgreiðslan sjálf sem var mögnuð heldur undirbúningurinn allur. En mér fannst við vera of „passífir“ í fyrri hálfleik. Við slökuðum of mikið á og ég var ekki ánægður þann hluta leiksins en í seinni hálfleik voru við miklu betri og skoruðum tvö góð mörk.“ Stuðningsmenn Everton eru eðli málsins samkvæmt sótillir yfir stöðu liðsins en stigafrádrátturinn virðist þó hafa þjappað fólki í kringum liðið saman. Ten Hag sagði að hans lið hefði þegar mætt á erfiða útivelli og ætti eftir að gera það aftur og hann hafði ekki áhyggjur. „Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum eins og í Kaupmannahöfn og ég held að frammistaðan okkar þar þangað til að við fengum rauða spjaldið sýni hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum.“ „Það er auðvitað sérstakt að koma hingað eftir það sem þessi klúbbur hefur gengið í gegnum sem er mjög sorglegt. Þú veist að þeir eru reiðir og liðið fær aukinn eldmóð úr þessum erfiðleikum.“ Hann var að lokum spurður um samanburð á draumamarki Garnacho við mörk sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa skorað í gegnum tíðina. Ten Hag taldi að slíkur samanburður væri ekki tímabær. „Það er ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo, það er ekki réttmætt. Þeir eru allir einstakir leikmenn og spila á sinn hátt en Garnacho gæti vel orðið leikmaður á sama skala og þeir en hann verður að vinna fyrir því og halda áfram að bæta sinn leik og halda stöðugleika. Hingað til hefur hann ekki náð því en hann á klárlega möguleika á að ná á sama stall og þeir.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
„Þetta var góð frammistaða í dag. Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Ekki bara afgreiðslan sjálf sem var mögnuð heldur undirbúningurinn allur. En mér fannst við vera of „passífir“ í fyrri hálfleik. Við slökuðum of mikið á og ég var ekki ánægður þann hluta leiksins en í seinni hálfleik voru við miklu betri og skoruðum tvö góð mörk.“ Stuðningsmenn Everton eru eðli málsins samkvæmt sótillir yfir stöðu liðsins en stigafrádrátturinn virðist þó hafa þjappað fólki í kringum liðið saman. Ten Hag sagði að hans lið hefði þegar mætt á erfiða útivelli og ætti eftir að gera það aftur og hann hafði ekki áhyggjur. „Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum eins og í Kaupmannahöfn og ég held að frammistaðan okkar þar þangað til að við fengum rauða spjaldið sýni hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum.“ „Það er auðvitað sérstakt að koma hingað eftir það sem þessi klúbbur hefur gengið í gegnum sem er mjög sorglegt. Þú veist að þeir eru reiðir og liðið fær aukinn eldmóð úr þessum erfiðleikum.“ Hann var að lokum spurður um samanburð á draumamarki Garnacho við mörk sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa skorað í gegnum tíðina. Ten Hag taldi að slíkur samanburður væri ekki tímabær. „Það er ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo, það er ekki réttmætt. Þeir eru allir einstakir leikmenn og spila á sinn hátt en Garnacho gæti vel orðið leikmaður á sama skala og þeir en hann verður að vinna fyrir því og halda áfram að bæta sinn leik og halda stöðugleika. Hingað til hefur hann ekki náð því en hann á klárlega möguleika á að ná á sama stall og þeir.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira