Það var þó Sami Al Naji sem kom heimamönnum í Al-Nassr í forystu strax á 13. mínútu áður en Ronaldo bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Það fyrra skoraði hann á 77. mínútu og það seinna á seinustu mínútu venjulegs leiktíma.
Niðurstaðan varð því öruggur 3-0 sigur Al-Nassr sem nú hefur unnið átta leiki í röð i öllum keppnum. Raunar er liðið taplaust í síðustu 18 leikjum í öllum keppnum, en Al-Nassr tapaði síðast leik í byrjun ágúst.
Ronaldo og félagar sitja nú í öðru sæti sádi-arabísku deildarinnar með 34 stig eftir 14 leiki, einu stigi á eftir Al-Hilal sem trónir á toppnum.