Kai Havertz hetja Arsenal er liðið komst á toppinn

Dagur Lárusson skrifar
Kai Havertz í leiknum í kvöld.
Kai Havertz í leiknum í kvöld. Vísir/getty

Eins og við var að búast var Arsenal töluvert meira með boltann í fyrri hálfleiknum og þjörmuðu leikmenn Skyttanna að Brentford.

 Arsenal náði að skora í fyrri hálfleiknum og var það Leandro Trossard sem gerði það en myndbandsdómgæslan tók markið af vegna rangstöðu. Staðan 0-0 í hálfleik.

Yfirburðir gestanna voru ekki alveg jafn miklir í seinni hálfleiknum en bæði lið náðu að skapa sér góð marktækifæri.

Kai Havertz kom inn af bekknum um miðbik hálfleiksins og reyndist hann hetja Arsenal á 89. mínútu þegar hann náði að klára færi sitt eftir undirbúning frá Bukayo Saka.

 Þetta reyndist eina mark leiksins og er Arsenal því komið með 30 stig og situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Brentford er hins vegar í ellefta sætinu með sextán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira