Það er ekki búið að draga í leikjaröð fyrir næsta tímabil í MLS deildinni í Bandaríkjunum og því vita kaupendur ekki við hverja liðið þeirra er að fara spila í öðrum þessara leikja.
Tilboðið er upp að að kaupa miða á fyrsta heimaleik New York liðsins á næstu leiktíð sem og að fá miða á heimaleikinn á móti nágrönnunum í New York City FC.
A holiday deal offered by the New York Red Bulls soccer team includes some merchandise as well as a ticket to its first home game. But there's some fine print: If Inter Miami is the opponent, you get a different game. And it's all because of Lionel Messi. https://t.co/PMoHubbwlo
— The New York Times (@nytimes) November 22, 2023
Það er þó ekki eins og þeir geti veðjað á það að leikurinn verði á móti Lionel Messi og félögum í Inter Miami.
Smáa letrið er nefnilega þannig að miðinn mun ekki gilda á þennan fyrsta heimaleik ef leikurinn er á móti Messi og félögum. Jú það er Messi klásúla.
Verði leikurinn á móti Inter Miami þá gildir miðinn ekki á þann leik heldur á næsta heimaleik liðsins á eftir honum.
Miðarnir eru að seljast frá bilinu 98 dollurum í ódýrustu sætin allt upp í 495 dollara fyrir miða í svítunum. Þetta er í íslenskum krónum frá fjórtán þúsundum til sjötíu þúsund krónur.
Það er aftur á móti ljóst að ef miðarnir væru á leik með Messi þá væri þetta sannkallað útsöluverð. Miðarnar á leiki Messi hafa rokið upp enda áhuginn mikill á einum allra besta fótboltamanni sögunnar.
Forráðamenn New York Red Bulls hafa því varann á.
Þetta verður fyrsta fulla tímabil Messi með Inter Miami. Hann fór á kostum í bikarkeppnunum en í deildinni skoraði hann aðeins eitt mark í sex leikjum. Þeir sem þekkja argentínska snillinginn vita að það er von á miklu meiru frá honum í MLS-deildinni 2024.