Frá þessu greindi TV2 í Noregi en hjá Fredrikstad hefur Mikkjal meðal annars þjálfað íslenska landsliðsmanninn Júlíus Magnússon sem bar fyrirliðabandið hjá liðinu á síðasta tímabili er það tryggði sér sigur í næstefstu deild Noregs og þar með sæti í norsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Auk hins skilorðsbundna dóms mun Mikkjal þurfa að skila af sér því sem nemur þrjátíu dögum í samfélagsþjónustu.
Mikkjal var fundinn sekur um að hafa haft í hótunum við leikmann í Færeyjum á meðan að hann sló hann í brjóstkassann. Telst það sannað að Mikkjal hafi haft þetta að segja við umræddan leikmann:
„Ég mun fótbrjóta þig, eyðileggja fótboltaferil þinn og mannorð þitt.“
Eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm sendi Mikkjal frá sér yfirlýsingu þar sem að hann baðst afsökunar á athæfi sínu. Hann sættir sig við umrædda refsingu og er glaður með að málið sé nú úr sögunni.