Celtic sektaðir í þriðja sinn fyrir hegðun stuðningsmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 22:30 Palestínski fáninn var áberandi í leik Celtic og Atletico Madrid rob casey / getty images UEFA hefur sektað skoska knattspyrnufélagið Celtic um €29.000, sem jafngildir tæpum fjórum og hálfum milljónum króna, fyrir hegðun stuðningsmanna á leik liðsins gegn Atletico Madrid. Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli eftir æsispennandi leik. Stigið sem Celtic fékk úr þeim leik er það eina sem liðið hefur unnið sér inn í E-riðli Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Celtic hundsuðu fyrirmæli félagsins um að mæta ekki með borða eða fána sem tengdust átökunum milli Ísrael og Palestínu. Palestínski fáninn var mjög áberandi í stúkunni en ekki kemur fram í yfirlýsingu UEFA hver skilaboðin hafi verið sem fóru fyrir brjóstið á þeim. Í yfirlýsingu UEFA segir að sektin byggist á þremur þáttum, €17.500 sekt fyrir að birta „ögrandi skilaboð sem voru í eðli sínu særandi“, €8.000 fyrir að hindra almenning frá því að ganga leiðar sinnar á vellinum og €3.500 fyrir að kveikja í flugeldum. Andstæðingar þeirra frá Madríd fengu sömuleiðis €3.000 sekt fyrir að kveikja í flugeldum. Celtic hefur nú fengið sektir í þremur af fjórum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Flugeldar eru helsti kostnaðarliðurinn, stuðningsmenn liðsins virðast mjög brennuglaðir og félagið hefur verið sektað um samtals €75.900 fyrir íkveikjur á tímabilinu. Félagið hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem munu ferðast til Rómar að halda sig hæga og birta engin móðgandi skilaboð þegar Celtic mætir Lazio næstkomandi þriðjudag.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Skoski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira