Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 19:53 Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem gerir lítið annað þessa dagana en að skoða Hrútaskrána, sem var að koma út. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning