Hrútaskráin lesin í eldhúsinu, rúminu og á salerninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 19:53 Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem gerir lítið annað þessa dagana en að skoða Hrútaskrána, sem var að koma út. Ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð. Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira
Starfsemi Sauðfjársæðingarstöðvar Suðurlands í Þorleifskoti í Laugardælum rétt við Selfoss er byrjuð en þessa dagana er verið að frysta sæði úr hrútunum og svo hefst hin eiginlega sæðistaka til dreifingar til bænda 1. desember. Það eru mörg handtökin við sæðistökuna og vinnslu sæðisins. „Við erum með töluvert mikið núna af hrútum, sem eru með verndandi gen gegn riðunni og það er það sem er markvisst verið að reyna að rækta núna. Við þurfum náttúrulega að fá úrvals sæði þannig að það haldi við þessu, sem við erum að senda frá okkur,” segir Páll Stefánsson, dýralæknir. Nafnarnir á sauðfjársæðingastöðinni, Páll Þórarinsson, sæðistakari og Páll Stefánsson dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrsti hrúturinn sem fannst með AAR genið á Íslandi, Gimsteinn frá Þernunesi er á sæðingarstöðinni en hann er arfblendin. Svo er líka hrútur á stöðinni, sem heitir Hreinn og er líka frá Þernunesi en sá þykir mjög merkilegur og verður eflaust mjög vinsæll í sæðingum næstu vikurnar því hann er alveg arfhreinn. Hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi, sem var fyrsti hrúturinn á Íslandi, sem fannst með ARR genið og er arfblendin.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hann er sem sagt fyrsti arfhreini ARR hrúturinn sem kemur á stöð þannig að hann gefur hverju einasta afkvæmi þessa ARR genasamsætu,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. En vilja þá ekki allir fá sæði úr Hreini til að sæða ærnar sínar með? „Jú, hann verður örugglega mjög vinsæll en svo erum við bara með flotta af spennandi hrútum þannig að ég reikna nú með að það eigi eftir að dreifast vel á hrútana notkunin,” segir Eyþór. Og hér er aðalhrúturinn að störfum, lambhrúturinn Hreinn frá Þernunesi, sem er fyrsti ARR hrúturinn sem kemur á sauðfjársæðingastöð því hann gefur hverju einasta afkvæmi ARR genasamsætu og er því alveg arfhreinn. Páll Þórarinsson tekur sæðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það uppáhalds rit sauðfjárbænda og áhugafólks um íslensku sauðkindina, Hrútaskráin sem var að koma út. „Það eru margir, sem reyna að næla sér í fleira en eitt eintak til að eiga eitt á náttborðinu, annað í eldhúsinu og jafnvel þriðja á salerninu en ég þykist vera alveg viss um það að það er ekkert rit lesið meira á heimilum bænda á þessum tíma heldur en hrútaskráin,” segir Einar sauðfjárræktarráðunautur, sem kann hrútaskrána utan að. Hrútaskráin á netinu
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Sjá meira