Hærri álagning fyrirtækja vegur ekki „þungt í þróun verðbólgu“
![Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.](https://www.visir.is/i/275E8B2A6AFA0A04B80B0AA1C57E20375E3D2A299382268B09FC240D85DD589F_713x0.jpg)
Miklar launahækkanir hafa verið „megin drifkraftur“ mikillar verðbólgu hérlendis, ekki aukinn hagnaður fyrirtækja. Aukinn hlutur hagnaðar fyrirtækja hefur verið nokkru minni en aukinn launakostnaður á undanförnum árum, sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi þar sem vaxtaákvörðun var kynnt í morgun.