Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Bjarki Sigurðsson skrifar 21. nóvember 2023 23:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. Í gær undirrituðu Neytendastofa og menningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingar sem það sér hér á landi á öðrum málum en íslensku. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið sé að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu. Myrkir markaðsdagar eða svartur fössari? Á föstudaginn halda Bandaríkjamenn upp á daginn „Black Friday“. Sá dagur hefur náð fótfestu hér og þessa dagana keppast fyrirtæki við að auglýsa tilboð vegna dagsins. Sumir nenna ekki að þýða nafnið á meðan aðrir fara ýmsar leiðir við að íslenskuvæða það. Svartur föstudagur, svartur fössari, myrkir markaðsdagar og fleira. Nokkrar auglýsinganna.Vísir/Sara Mikilvægt að viðhalda íslenskunni Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að slaka ekki á við að viðhalda íslenskunni. „Við eigum kröfu á því að íslenska sé notuð alls staðar þar sem því verður við komið. Það er mikilvægt til þess að viðhalda íslenskunni og til þess að viðhalda vitund okkar um að íslenskan skiptir máli. Ef við slökum á alls staðar, ef við segjum að það skilji allir ensku hvort eð, er það er allt í lagi að hafa þetta ensku, þá er spurning hvar setjum við stopp. Erum við þá ekki búin í raun og veru að afnema allar girðingar?“ spyr Eiríkur. Enskan leyfileg sé íslenska með Hann bendir á að ekkert sé að auglýsingum á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. „Við verðum að horfast í augu við það að hér býr fjöldi innflytjenda sem kann ekki íslensku og fjöldi ferðamanna sem kemur. Eðlilegt að auglýsendur vilji höfða til þeirra en þá þarf að vera grundvallaratriði að íslenska sé líka,“ segir Eiríkur. Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Í gær undirrituðu Neytendastofa og menningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingar sem það sér hér á landi á öðrum málum en íslensku. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að markmiðið sé að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um viðskiptahætti og markaðssetningu. Myrkir markaðsdagar eða svartur fössari? Á föstudaginn halda Bandaríkjamenn upp á daginn „Black Friday“. Sá dagur hefur náð fótfestu hér og þessa dagana keppast fyrirtæki við að auglýsa tilboð vegna dagsins. Sumir nenna ekki að þýða nafnið á meðan aðrir fara ýmsar leiðir við að íslenskuvæða það. Svartur föstudagur, svartur fössari, myrkir markaðsdagar og fleira. Nokkrar auglýsinganna.Vísir/Sara Mikilvægt að viðhalda íslenskunni Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, segir mikilvægt að slaka ekki á við að viðhalda íslenskunni. „Við eigum kröfu á því að íslenska sé notuð alls staðar þar sem því verður við komið. Það er mikilvægt til þess að viðhalda íslenskunni og til þess að viðhalda vitund okkar um að íslenskan skiptir máli. Ef við slökum á alls staðar, ef við segjum að það skilji allir ensku hvort eð, er það er allt í lagi að hafa þetta ensku, þá er spurning hvar setjum við stopp. Erum við þá ekki búin í raun og veru að afnema allar girðingar?“ spyr Eiríkur. Enskan leyfileg sé íslenska með Hann bendir á að ekkert sé að auglýsingum á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. „Við verðum að horfast í augu við það að hér býr fjöldi innflytjenda sem kann ekki íslensku og fjöldi ferðamanna sem kemur. Eðlilegt að auglýsendur vilji höfða til þeirra en þá þarf að vera grundvallaratriði að íslenska sé líka,“ segir Eiríkur.
Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira