Atvinnuleysi í Covid og velvild prests grunnurinn að nýju félagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2023 07:00 Piotr Herman, stofnandi, forseti og þjálfari hjá Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón „Við byggðum þetta upp úr engu,“ segir stofnandi Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Félagið sé mikilvægt fyrir innflytjendasamfélagið á Reykjanesskaga og var stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar Covid-faraldurinn geisaði. Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46