Atvinnuleysi í Covid og velvild prests grunnurinn að nýju félagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2023 07:00 Piotr Herman, stofnandi, forseti og þjálfari hjá Borðtennisfélagi Reykjanesbæjar. Vísir/Sigurjón „Við byggðum þetta upp úr engu,“ segir stofnandi Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Félagið sé mikilvægt fyrir innflytjendasamfélagið á Reykjanesskaga og var stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar Covid-faraldurinn geisaði. Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Sjá meira
Félögum í borðtennis hefur fjölgað síðustu misseri en á meðal nýrra félaga er Borðtennisfélag Reykjanesbæjar sem stofnað var árið 2020. Á meðal stofnenda félagsins er hinn pólski Piotr Herman, þjálfari og forseti félagsins. „Félagið okkar var stofnað árið 2020 því eftir Covid voru margir atvinnulausir í Keflavík. Við höfðum ekkert að gera og ég hef alltaf verið íþróttamaður. Svo ég reyndi að finna íþrótt fyrir fólk til að æfa og ein af mínum uppáhaldsíþróttum er borðtennis,“ „Ég heyrði orðróm um að í kirkjunni á Ásbrú væri borðtennisborð. Við töluðum við prestinn og hann leyfði mér og félaga mínum Peter að æfa. Það er kjarninn að félaginu,“ segir Piotr. Piotr ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur, forseta BTÍ.Vísir/Sigurjón Forseti Borðtennissambands Íslands fagnar stækkandi flóru félaga í greininni hér á landi og BR eigi fallega sögu að baki. Félagið stækki ört. „Þetta er að mínu viti svolítið öskubuskuævintýri sem byrjaði sem pínulítill innflytjendaklúbbur fyrir velvild prestsins þar en síðan með dyggum stuðningi íþróttafulltrúanna í Reykjanesbæ er nánast með flottasta borðtennishúsnæði landsins í gömlu slökkviliðsmiðstöðinni. Kvennalið BR sem keppir hérna í dag eru þrjár konur, ein frá Póllandi, ein frá Slóvakíu og ein frá Serbíu. Þetta finnst okkur í BTÍ bara geggjað.“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ. „Við erum stolt að hafa skapað þetta sjálf úr engu. Enginn gerði neitt í 30 ár en við útlendingarnir gerðum það,“ segir Piotr. Hefur þetta mikla þýðingu fyrir þig og samfélag innflytjenda í Reykjanesbæ? „Algjörlega. Það er mjög mikilvægt að nú erum við með krakka frá Slóvakíu, Serbíu, hvaðanæva af úr Evrópu og víða annars staðar frá. Ég er mjög stoltur af því sem við höfum afrekað. Við erum ungt félag en höfum gert margt. Við erum auðmjúk og viljum auðvitað bæta okkur. Það gleður mig mjög að margir styðja okkur, þar á meðal BTÍ. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Piotr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Borðtennis Tengdar fréttir Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Sjá meira
Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. 11. nóvember 2023 22:46