Úthúðað af þjálfara og samherjum eftir tvö gul á þrjátíu sekúndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2023 10:30 Matt Turner, markvörður bandaríska landsliðsins, lætur Sergino Dest heyra það. getty/Carmen Mandato Sergino Dest var ekki vinsælasti maðurinn í bandaríska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Trínidad og Tóbagó í gær. Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira