Hætti mínútum eftir að hafa komið Tékkum á EM og Íslandi í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 07:30 Jaroslav Silhavy kom Tékkum á EM en mun samt ekki stýra liðinu þar. Getty/Mateusz Slodkowski Tékkar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í gærkvöldi og það ætti að vera rík ástæða þar á bæ til að fagna þessum góða árangri. Þjálfari tékkneska liðsins ákvað hins vegar að hætta með liðið strax eftir leik. Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira