Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 18:16 Lilja Dögg og Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, undirrituðu yfirlýsinguna í húsakynnum Neytendastofu í dag. Stjórnarráðið Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. Þar segir að átakið miði að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá sé almenningur hvattur til að tilkynna auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu. Slíkar tilkynningar verði settar í forgang. „Með viljayfirlýsingunni er komið á samstarfi sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um að auglýsingar skuli vera á íslensku. Með þessu viljum við hvetja almenning til að tilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, hvort sem um er að ræða skilti á gangvegi fyrir utan veitingastaði og verslanir, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Liður í að halda í íslenskar rætur og menningu Þá er vísað til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum, þar sem fram kemur að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda eigi að vera á íslensku. „Frá árinu 2005 hefur Neytendastofa átta sinnum tekið fyrir mál sem varða ákvæðið og hefur öllum þeim málum lokið með ábendingum stofnunarinnar til viðkomandi fyrirtækis sem lagaði auglýsingar sínar í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er vísað á hlekk sem fer með lesandann á vefsvæði Neytendastofu, þar sem hægt er að senda nafnlausa tilkynningu til stofnunarinnar. „Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja. Boðar nýja löggjöf Í tilkynningunni kemur einnig fram að heildarendskoðun á lagabálkinum sé hafin innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvarp að nýjum markaðssetningarlögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar. Þar verði horfti sérstaklega til þess að skýra ákvæðið sem kveður á um að auglýsingaefni skili vera á íslensku, og því veitt aukin vigt. „Það þarf að vera ljóst að ákvæði um að auglýsingaefni sem ætlað er íslenskum neytendum skuli vera á íslensku sé ekki í lögunum upp á punt heldur er því ætlað að vera virkt í framkvæmd. Ákvæðið er ekki alveg nógu skýrt að mínu mati í dag. Þar er til dæmis óljóst hvað við er átt með því að auglýsing höfði til íslenskra neytenda. Einnig eru mjög rýrar leiðbeiningar í lögskýringargögnum og tækifæri til úrbóta að þessu leyti,“ er haft eftir Lilju. Markmiðið með því að skýra ákvæði laganna sé að veita Neytendastofu sem eftirlitsstjórnvaldi betri leiðbeiningar um hvernig móta eigi ákvæðið í framkvæmd, svo sem með túlkun vafatilvika sem óhjákvæmilega koma upp. Þar megi nefna sem dæmi auglýsingar sem stíla inn á bæði straum ferðamanna en er einnig beint að íslenskum neytendum. „Í slíkum tilvikum er óeðlilegt að auglýsingin sé eingöngu á erlendu tungumáli. Þegar upp koma vafamál hvað þetta varðar er það Neytendastofu að skera úr um hvort hún grípi til ráðstafana. En það er okkar hlutverk að móta stefnuna og tryggja að löggjöfin sé nægilega skýr til að Neytendastofa geti sinnt sínu hlutverki,“ er haft eftir Lilju. Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. Þar segir að átakið miði að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá sé almenningur hvattur til að tilkynna auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu. Slíkar tilkynningar verði settar í forgang. „Með viljayfirlýsingunni er komið á samstarfi sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um að auglýsingar skuli vera á íslensku. Með þessu viljum við hvetja almenning til að tilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, hvort sem um er að ræða skilti á gangvegi fyrir utan veitingastaði og verslanir, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Liður í að halda í íslenskar rætur og menningu Þá er vísað til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum, þar sem fram kemur að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda eigi að vera á íslensku. „Frá árinu 2005 hefur Neytendastofa átta sinnum tekið fyrir mál sem varða ákvæðið og hefur öllum þeim málum lokið með ábendingum stofnunarinnar til viðkomandi fyrirtækis sem lagaði auglýsingar sínar í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er vísað á hlekk sem fer með lesandann á vefsvæði Neytendastofu, þar sem hægt er að senda nafnlausa tilkynningu til stofnunarinnar. „Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja. Boðar nýja löggjöf Í tilkynningunni kemur einnig fram að heildarendskoðun á lagabálkinum sé hafin innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvarp að nýjum markaðssetningarlögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar. Þar verði horfti sérstaklega til þess að skýra ákvæðið sem kveður á um að auglýsingaefni skili vera á íslensku, og því veitt aukin vigt. „Það þarf að vera ljóst að ákvæði um að auglýsingaefni sem ætlað er íslenskum neytendum skuli vera á íslensku sé ekki í lögunum upp á punt heldur er því ætlað að vera virkt í framkvæmd. Ákvæðið er ekki alveg nógu skýrt að mínu mati í dag. Þar er til dæmis óljóst hvað við er átt með því að auglýsing höfði til íslenskra neytenda. Einnig eru mjög rýrar leiðbeiningar í lögskýringargögnum og tækifæri til úrbóta að þessu leyti,“ er haft eftir Lilju. Markmiðið með því að skýra ákvæði laganna sé að veita Neytendastofu sem eftirlitsstjórnvaldi betri leiðbeiningar um hvernig móta eigi ákvæðið í framkvæmd, svo sem með túlkun vafatilvika sem óhjákvæmilega koma upp. Þar megi nefna sem dæmi auglýsingar sem stíla inn á bæði straum ferðamanna en er einnig beint að íslenskum neytendum. „Í slíkum tilvikum er óeðlilegt að auglýsingin sé eingöngu á erlendu tungumáli. Þegar upp koma vafamál hvað þetta varðar er það Neytendastofu að skera úr um hvort hún grípi til ráðstafana. En það er okkar hlutverk að móta stefnuna og tryggja að löggjöfin sé nægilega skýr til að Neytendastofa geti sinnt sínu hlutverki,“ er haft eftir Lilju.
Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira