Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 11:30 Svala Björgvinsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Íris Dögg Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Svala Björgvins segir að maður megi klæða sig eins og maður vill.Tinna Magg Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tísku er að maður má klæða sig eins og maður vill. Ó leiðinni ertu líka að tjá þig með þeim fötum sem þú klæðist. Það er svo mikið frelsi þegar maður klæðir sig fyrir sjálfan sig og það er svo skemmtilegt. Hvort sem það er í tísku eða ekki, þá áttu að klæða þig nákvæmlega eins og þú vilt. Tíska er líka eitt af mínum helstu áhugamálum og mér finnst svo insperandi að sjá hvernig aðrir klæða sig. Ég skoða alltaf nýjustu hönnunarlínurnar á tískuvikum í hinum ýmsu borgum og fylgist vel með vefsíðu Vogue til að skoða myndir frá hátískusýningum hjá mínum uppáhalds fatahönnuðum. Dæmi um þá eru Vetements, Balenciaga, Givenchy, Alexander Vauthier og Off White þegar Virgil Abloh var að hanna fyrir það merki. Svala skoðar gjarnan hátískusýningar inni á vefsíðu Vogue.Álfrún Kolbrúnardóttir Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Úff, það er erfitt að velja uppáhalds flík því ég á rosalega mikið af fötum. Sumt er vintage, sumt er nýtt og annað eru búningar þannig það er erfitt að velja eina flík. En ef ég verð að velja eina flík þá er það hvítur pallíettu kjóll sem ég var einu sinni í á Jólagestum þar sem ég söng lagið hans pabba Vetrarsól. Ég keypti hann á Asos og hef notað hann nokkrum sinnum á tónleikum. Mér finnst þessi kjóll vera með miklar diskó víbrur. Ég er einmitt að syngja á Jólagestum 16. desember í Laugardalshöllinni og það er alltaf skemmtilegt að velja fötin fyrir það. Ég elska tískuna á áttunda og níunda áratuginum og á mikið af fötum af nytjamörkuðum sem ég hef verið að safna í gegnum árin. Ég bjó í LA í meira en áratug og ég verslaði rosa mikið í nytjabúðum þar sem og á stórum fatamörkuðum og keypti líka mikið af gömlum hátískuflíkum á Ebay. Kjóllinn sem Svala Björgvins klæddist á Jólagestum eitt sinn er í miklu uppáhaldi hjá henni.Mummi Lú Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég er rosa ákveðin, veit hvað ég vil og ef ég sé eitthvað sem ég fíla þá kaupi ég það. Ég panta eiginlega allt á netinu og þá er auðvitað ekki hægt að máta en ég hef verið að versla á netinu í svo mörg ár að ég veit nákvæmlega hvort ég passi í fötin sem ég panta. Ef ég er að versla í búð þá auðvitað máta ég en ég myndi segja ég sé rosa fljót að versla föt. Ef ég fíla fötin þá kaupi ég þau hvort sem þau eru í tísku eða ekki. Mér er alveg sama hvað er í tísku og ekki í tísku. Föt fyrir mér eru svo mikil tjáning um hvernig persóna þú ert. Svala tjáir sig í gegnum klæðaburð.Tinna Magg Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stílinn minn er frumlegur og villtur. Ég klæði mig fyrir mig, finnst mikilvægt að fötin séu þægileg og svo er stíllinn minn bara svo alls konar eitthvað. Það fer alveg eftir árstíðum hvernig ég klæði mig eða hvernig mér líður. Þannig að stíllinn minn er alltaf að þróast en samt er alltaf mikil tjáning og ákveðin útrás í gangi. Svala segir stíl sinn í stöðugri þróun.Tinna Magg Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, vá. Stíllinn hefur breyst í gegnum árin en samt hef ég alltaf verið rosa mikið fyrir nytjabúðir eins og Spúútnik, þannig að ég hef alltaf verið fyrir föt sem vekja mikla athygli. Ég get þó staðfest það að ég mun aldrei klæðast buxunum sem eru svo lágar að þegar maður beygir sig niður þá sést bara í bossann á manni. Tískan frá 2000-2002 var svo skemmtileg, sumt mjög flott og svo annað alveg hryllilega ljótt. Meira að segja förðunin frá þeim tíma var agalega ljót, ljósbláir shimmer augnskuggar og rosa mjóar og ofplokkaðar augabrúnir. Margt úr þeirri tísku er þó í tísku núna og það er gaman að sjá það. Mega nostalgía fyrir mig að sjá stelpur í þessari 2000’s era tísku. Svala segist upplifa mikla nostalgíu að sjá 2000's tískuna koma til baka.Tinna Magg Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki hann alls staðar frá, úr bíómyndum, í götutískuna hjá öðru fólki og tískuljósmyndir frá mismunandi áratugum. Svo hef ég alltaf verið með rosa sjálfstæðan fatasmekk og stíl og ég klæði mig alltaf í þau föt sem mér finnst flott. Mér er alveg sama ef að einhverjum finnst þau ekki smart. Ég klæði mig fyrir mig og það er svo gaman og mikil gleði í því. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei mér finnst bara allt mega í dag varðandi klæðaburð. Mig langar samt að bæta við að það er stundum hjarðhegðun í tískunni og þá eru allir bara í sömu fötunum! Mér finnst að fólk eigi að leyfa sér meira í klæðaburði og stíga út fyrir þægindarammann. Svala segir að fólk eigi að vera óhrætt við að standa út í tískunni.Tinna Magg Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég þarf ekki að hugsa mig tvisvar um það outfit. Það var búningurinn minn þegar ég keppti í Eurovision árið 2017 í Kyiv. Vinur minn í LA er þekktur búningahönnuður og við hönnuðum búninginn saman. Ég er algjör vísindaskáldskaps nörd, dýrka sci fi bíómyndir og þætti og mér finnst alltaf fötin í sci fi myndum svo geðveikt flott. Þannig ég sótti mikinn innblástur úr slíkum bíómyndum þegar við hönnuðum búninginn fyrir keppnina. Svo var búningurinn mjög þægilegur sem skiptir máli þegar þú ert að keppa í svona stórri keppni, því maður er að æfa atriðið svo rosalega oft í búningnum. Þannig að hann var sérsaumaður á mig og gert ráð fyrir að ég væri með „in-ear monitora“ í eyrum og svona batterí pakka sem fór ofan í vasa sem var saumaður fastur við beltið á mér. Alls konar svoleiðis smáatriði skipta miklu máli þegar maður er að keppa í Eurovision. Það var til dæmis spes rennilás aftan á búningnum sem var liggur við úr stáli svo hann myndi ekki rifna í miðju atriði. Eurovision fatnaður Svölu var sérsniðinn á hana.EBU Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mín ráð varðandi tísku er að vera alltaf þú sjálfur og þora að klæða þig í föt sem þér finnst flott. Ekki bara af því þau eru í tísku núna eða þessi og hinn sagði að eitthvað væri ekki flott. Taktu áhættu með þínum klæðaburði, tjáðu þig í gegnum fatastílinn þinn og mundu að hafa gaman af tískunni. Svala leyfir sér að hafa gaman að tískunni.Íris Dögg Hér má fylgjast með Svölu á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má hlusta á Svölu á streymisveitunni Spotify en hún var einmitt að gefa út lagið Time. Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 „Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30 „Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31 Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 „Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30 „Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Svala Björgvins segir að maður megi klæða sig eins og maður vill.Tinna Magg Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tísku er að maður má klæða sig eins og maður vill. Ó leiðinni ertu líka að tjá þig með þeim fötum sem þú klæðist. Það er svo mikið frelsi þegar maður klæðir sig fyrir sjálfan sig og það er svo skemmtilegt. Hvort sem það er í tísku eða ekki, þá áttu að klæða þig nákvæmlega eins og þú vilt. Tíska er líka eitt af mínum helstu áhugamálum og mér finnst svo insperandi að sjá hvernig aðrir klæða sig. Ég skoða alltaf nýjustu hönnunarlínurnar á tískuvikum í hinum ýmsu borgum og fylgist vel með vefsíðu Vogue til að skoða myndir frá hátískusýningum hjá mínum uppáhalds fatahönnuðum. Dæmi um þá eru Vetements, Balenciaga, Givenchy, Alexander Vauthier og Off White þegar Virgil Abloh var að hanna fyrir það merki. Svala skoðar gjarnan hátískusýningar inni á vefsíðu Vogue.Álfrún Kolbrúnardóttir Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Úff, það er erfitt að velja uppáhalds flík því ég á rosalega mikið af fötum. Sumt er vintage, sumt er nýtt og annað eru búningar þannig það er erfitt að velja eina flík. En ef ég verð að velja eina flík þá er það hvítur pallíettu kjóll sem ég var einu sinni í á Jólagestum þar sem ég söng lagið hans pabba Vetrarsól. Ég keypti hann á Asos og hef notað hann nokkrum sinnum á tónleikum. Mér finnst þessi kjóll vera með miklar diskó víbrur. Ég er einmitt að syngja á Jólagestum 16. desember í Laugardalshöllinni og það er alltaf skemmtilegt að velja fötin fyrir það. Ég elska tískuna á áttunda og níunda áratuginum og á mikið af fötum af nytjamörkuðum sem ég hef verið að safna í gegnum árin. Ég bjó í LA í meira en áratug og ég verslaði rosa mikið í nytjabúðum þar sem og á stórum fatamörkuðum og keypti líka mikið af gömlum hátískuflíkum á Ebay. Kjóllinn sem Svala Björgvins klæddist á Jólagestum eitt sinn er í miklu uppáhaldi hjá henni.Mummi Lú Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég er rosa ákveðin, veit hvað ég vil og ef ég sé eitthvað sem ég fíla þá kaupi ég það. Ég panta eiginlega allt á netinu og þá er auðvitað ekki hægt að máta en ég hef verið að versla á netinu í svo mörg ár að ég veit nákvæmlega hvort ég passi í fötin sem ég panta. Ef ég er að versla í búð þá auðvitað máta ég en ég myndi segja ég sé rosa fljót að versla föt. Ef ég fíla fötin þá kaupi ég þau hvort sem þau eru í tísku eða ekki. Mér er alveg sama hvað er í tísku og ekki í tísku. Föt fyrir mér eru svo mikil tjáning um hvernig persóna þú ert. Svala tjáir sig í gegnum klæðaburð.Tinna Magg Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stílinn minn er frumlegur og villtur. Ég klæði mig fyrir mig, finnst mikilvægt að fötin séu þægileg og svo er stíllinn minn bara svo alls konar eitthvað. Það fer alveg eftir árstíðum hvernig ég klæði mig eða hvernig mér líður. Þannig að stíllinn minn er alltaf að þróast en samt er alltaf mikil tjáning og ákveðin útrás í gangi. Svala segir stíl sinn í stöðugri þróun.Tinna Magg Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, vá. Stíllinn hefur breyst í gegnum árin en samt hef ég alltaf verið rosa mikið fyrir nytjabúðir eins og Spúútnik, þannig að ég hef alltaf verið fyrir föt sem vekja mikla athygli. Ég get þó staðfest það að ég mun aldrei klæðast buxunum sem eru svo lágar að þegar maður beygir sig niður þá sést bara í bossann á manni. Tískan frá 2000-2002 var svo skemmtileg, sumt mjög flott og svo annað alveg hryllilega ljótt. Meira að segja förðunin frá þeim tíma var agalega ljót, ljósbláir shimmer augnskuggar og rosa mjóar og ofplokkaðar augabrúnir. Margt úr þeirri tísku er þó í tísku núna og það er gaman að sjá það. Mega nostalgía fyrir mig að sjá stelpur í þessari 2000’s era tísku. Svala segist upplifa mikla nostalgíu að sjá 2000's tískuna koma til baka.Tinna Magg Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki hann alls staðar frá, úr bíómyndum, í götutískuna hjá öðru fólki og tískuljósmyndir frá mismunandi áratugum. Svo hef ég alltaf verið með rosa sjálfstæðan fatasmekk og stíl og ég klæði mig alltaf í þau föt sem mér finnst flott. Mér er alveg sama ef að einhverjum finnst þau ekki smart. Ég klæði mig fyrir mig og það er svo gaman og mikil gleði í því. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei mér finnst bara allt mega í dag varðandi klæðaburð. Mig langar samt að bæta við að það er stundum hjarðhegðun í tískunni og þá eru allir bara í sömu fötunum! Mér finnst að fólk eigi að leyfa sér meira í klæðaburði og stíga út fyrir þægindarammann. Svala segir að fólk eigi að vera óhrætt við að standa út í tískunni.Tinna Magg Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég þarf ekki að hugsa mig tvisvar um það outfit. Það var búningurinn minn þegar ég keppti í Eurovision árið 2017 í Kyiv. Vinur minn í LA er þekktur búningahönnuður og við hönnuðum búninginn saman. Ég er algjör vísindaskáldskaps nörd, dýrka sci fi bíómyndir og þætti og mér finnst alltaf fötin í sci fi myndum svo geðveikt flott. Þannig ég sótti mikinn innblástur úr slíkum bíómyndum þegar við hönnuðum búninginn fyrir keppnina. Svo var búningurinn mjög þægilegur sem skiptir máli þegar þú ert að keppa í svona stórri keppni, því maður er að æfa atriðið svo rosalega oft í búningnum. Þannig að hann var sérsaumaður á mig og gert ráð fyrir að ég væri með „in-ear monitora“ í eyrum og svona batterí pakka sem fór ofan í vasa sem var saumaður fastur við beltið á mér. Alls konar svoleiðis smáatriði skipta miklu máli þegar maður er að keppa í Eurovision. Það var til dæmis spes rennilás aftan á búningnum sem var liggur við úr stáli svo hann myndi ekki rifna í miðju atriði. Eurovision fatnaður Svölu var sérsniðinn á hana.EBU Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mín ráð varðandi tísku er að vera alltaf þú sjálfur og þora að klæða þig í föt sem þér finnst flott. Ekki bara af því þau eru í tísku núna eða þessi og hinn sagði að eitthvað væri ekki flott. Taktu áhættu með þínum klæðaburði, tjáðu þig í gegnum fatastílinn þinn og mundu að hafa gaman af tískunni. Svala leyfir sér að hafa gaman að tískunni.Íris Dögg Hér má fylgjast með Svölu á samfélagsmiðlinum Instagram. Hér má hlusta á Svölu á streymisveitunni Spotify en hún var einmitt að gefa út lagið Time.
Tískutal Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 „Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30 „Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31 Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 „Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30 „Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31
„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30
„Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31
Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31
„Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31
Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31
„Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30
„Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30