Íslenskt knattspyrnuáhugafólk mun örugglega fylgjast vel með gangi mála í leiknum enda munu úrslitin hafa bein áhrif á það hvort íslenska landsliðið komist í umspilið í mars.
Íslenska landsliðið komst ekki beint á EM í gegnum riðilinn sinn en það er opinn gluggi þökk sé góðri stöðu liðsins í Þjóðadeildinni. Tólf lönd komast í umspilið og berjast þar um þrjú laus sæti á EM.
Tékkar eru með tólf stig og nægir því jafntefli í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Moldóvar eru tíu stigum á eftir.
Vinni Moldóvar leikinn þá komast þeir upp fyrir Tékka og fylgja Albönum inn á EM i Þýskalandi.
Fari svo að Moldóvar komist á EM þá fara Tékkarnir í umspilið á kostnað okkar Íslendinga.
Moldóvar náðu í mikilvægt stig í síðasta leik á móti toppliði Albaníu og eru til alls vísir í þessum úrslitaleik um EM-sæti. Moldóvar fá heldur ekki annan möguleika á EM-sæti en Tékkar detta inn í umspilið tapi þeir leiknum.
Leikir í öðrum riðlum gætu haft áhrif á það hvort íslenska liðið fari í erfiðara umspilið (A-deild) eða það léttara (B-deild) en það er leikurinn í Tékklandi sem getur hent okkur út úr umspilinu.
7/12 nations secured EURO 2024 - Play-offs:
— Football Rankings (@FootRankings) November 19, 2023
Poland
Finland
Israel
Bosnia and Herzegovina
Georgia
Greece
Luxembourg
(1/2) pic.twitter.com/EOQkDFJY06