Íslendingar halda með Tékkum í kvöld: Umspilið undir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 12:00 Hákon Arnar Haraldsson og félagar bíða örugglega spenntir eftir úrslitunum í Tékklandi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það er ekki bara mikið undir hjá Tékklandi og Moldóvu í Olomouc í kvöld þegar þjóðirnar mætast í lokaleik sínum í undankeppni EM í fótbolta. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk mun örugglega fylgjast vel með gangi mála í leiknum enda munu úrslitin hafa bein áhrif á það hvort íslenska landsliðið komist í umspilið í mars. Íslenska landsliðið komst ekki beint á EM í gegnum riðilinn sinn en það er opinn gluggi þökk sé góðri stöðu liðsins í Þjóðadeildinni. Tólf lönd komast í umspilið og berjast þar um þrjú laus sæti á EM. Tékkar eru með tólf stig og nægir því jafntefli í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Moldóvar eru tíu stigum á eftir. Vinni Moldóvar leikinn þá komast þeir upp fyrir Tékka og fylgja Albönum inn á EM i Þýskalandi. Fari svo að Moldóvar komist á EM þá fara Tékkarnir í umspilið á kostnað okkar Íslendinga. Moldóvar náðu í mikilvægt stig í síðasta leik á móti toppliði Albaníu og eru til alls vísir í þessum úrslitaleik um EM-sæti. Moldóvar fá heldur ekki annan möguleika á EM-sæti en Tékkar detta inn í umspilið tapi þeir leiknum. Leikir í öðrum riðlum gætu haft áhrif á það hvort íslenska liðið fari í erfiðara umspilið (A-deild) eða það léttara (B-deild) en það er leikurinn í Tékklandi sem getur hent okkur út úr umspilinu. 7/12 nations secured EURO 2024 - Play-offs: Poland Finland Israel Bosnia and Herzegovina Georgia Greece Luxembourg(1/2) pic.twitter.com/EOQkDFJY06— Football Rankings (@FootRankings) November 19, 2023 Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira
Íslenskt knattspyrnuáhugafólk mun örugglega fylgjast vel með gangi mála í leiknum enda munu úrslitin hafa bein áhrif á það hvort íslenska landsliðið komist í umspilið í mars. Íslenska landsliðið komst ekki beint á EM í gegnum riðilinn sinn en það er opinn gluggi þökk sé góðri stöðu liðsins í Þjóðadeildinni. Tólf lönd komast í umspilið og berjast þar um þrjú laus sæti á EM. Tékkar eru með tólf stig og nægir því jafntefli í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar. Moldóvar eru tíu stigum á eftir. Vinni Moldóvar leikinn þá komast þeir upp fyrir Tékka og fylgja Albönum inn á EM i Þýskalandi. Fari svo að Moldóvar komist á EM þá fara Tékkarnir í umspilið á kostnað okkar Íslendinga. Moldóvar náðu í mikilvægt stig í síðasta leik á móti toppliði Albaníu og eru til alls vísir í þessum úrslitaleik um EM-sæti. Moldóvar fá heldur ekki annan möguleika á EM-sæti en Tékkar detta inn í umspilið tapi þeir leiknum. Leikir í öðrum riðlum gætu haft áhrif á það hvort íslenska liðið fari í erfiðara umspilið (A-deild) eða það léttara (B-deild) en það er leikurinn í Tékklandi sem getur hent okkur út úr umspilinu. 7/12 nations secured EURO 2024 - Play-offs: Poland Finland Israel Bosnia and Herzegovina Georgia Greece Luxembourg(1/2) pic.twitter.com/EOQkDFJY06— Football Rankings (@FootRankings) November 19, 2023
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira