Jóhann Berg: „Þetta er eitt skref fram á við“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2023 22:23 Jóhann Berg eltir Joao Felix uppi í leik kvöldsins David S. Bustamante / getty images Íslenska landsliðið tapaði 2-0 ytra gegn Portúgal í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024. Liðið bætti þó heildarframmistöðu sína mjög eftir slakan leik gegn Slóvakíu síðastliðinn fimmtudag. „Varnarlega vorum við mjög 'solid', mjög þéttir til baka og sköpum líka nokkra mjög góða sénsa sem við hefðum getað klárað. Þannig að það er fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, strax að leik loknum. Jóhann sagði það erfitt verkefni að spila gegn jafn sterku liði og Portúgal býr yfir, þar sem finna má hæfileikaríka leikmenn í öllum stöðum vallarins. „Þetta er auðvitað gríðarlega erfitt. Frábærir leikmenn og það þarf að passa alla. Það er ekki bara þessi nr. 7, það eru margir þarna sem eru ansi góðir. Þetta var fínt próf fyrir varnarlínuna í dag, næsta skref er að klára færin og setja saman alvöru frammistöðu.“ Möguleikar liðsins að komast upp úr riðlinum urðu að engu síðastliðinn fimmtudag og liðið hafði því ekki að neinu að keppa í kvöld. Ísland gæti þó enn komist á EM, að öllum líkindum verður umspilsleikur í mars 2024 og því mikilvægt að halda liðinu heitu og gefa ekkert eftir. „Þetta er eitt skref fram á við, vonandi fáum við umspilsleik í mars, tökum fleiri skref fram á við og komum okkur á EM.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Portúgalsleikinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Varnarlega vorum við mjög 'solid', mjög þéttir til baka og sköpum líka nokkra mjög góða sénsa sem við hefðum getað klárað. Þannig að það er fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið úr þessum leik“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, strax að leik loknum. Jóhann sagði það erfitt verkefni að spila gegn jafn sterku liði og Portúgal býr yfir, þar sem finna má hæfileikaríka leikmenn í öllum stöðum vallarins. „Þetta er auðvitað gríðarlega erfitt. Frábærir leikmenn og það þarf að passa alla. Það er ekki bara þessi nr. 7, það eru margir þarna sem eru ansi góðir. Þetta var fínt próf fyrir varnarlínuna í dag, næsta skref er að klára færin og setja saman alvöru frammistöðu.“ Möguleikar liðsins að komast upp úr riðlinum urðu að engu síðastliðinn fimmtudag og liðið hafði því ekki að neinu að keppa í kvöld. Ísland gæti þó enn komist á EM, að öllum líkindum verður umspilsleikur í mars 2024 og því mikilvægt að halda liðinu heitu og gefa ekkert eftir. „Þetta er eitt skref fram á við, vonandi fáum við umspilsleik í mars, tökum fleiri skref fram á við og komum okkur á EM.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Jóhann Berg eftir Portúgalsleikinn
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Leik lokið: Portúgal - Ísland 2-0 | Tap gegn fullkomna liðinu og óvíst hvað tekur við Ísland lék í kvöld sinn síðasta leik í undankeppninni fyrir EM 2024 í fótbolta er liðið sótti Portúgal heim. Heimamenn unnu 2-0 sigur og áttu því fullkomna undankeppni en þeir unnu alla tíu leiki sína. Ísland endaði í 4. sæti J-riðils með tíu stig. 19. nóvember 2023 21:40