Segir James óstöðvandi í þessum ham og lét svo rétthafa heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 16:46 Emma á hliðarlínunni í Madríd í miðri viku. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, sparaði ekki stóru orðin um Lauren James eftir 5-1 sigur liðsins á Liverpool. Þá lét hún stjórnendur efstu deildar kvenna í Englandi sem og sjónvarpsréttahafa heyra það en leikurinn var sá þriðji á aðeins sex dögum hjá Chelsea. Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Hin 22 ára gamla James fór gjörsamlega á kostum og skoraði sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea lagði Liverpool á laugardag. Ekki nóg með það heldur lagði hún einnig upp eitt af mörkum liðsins svo hún kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Chelsea þann daginn. „Hún var mögnuð, komst ítrekað í góðar stöður vegna þeirrar vinnu sem hún lagði á sig þegar hún var ekki með boltann,“ sagði Emma Hayes en hún var þarna að stýra sínum fyrsta leik síðan það var staðfest að hún myndi taka við bandaríska kvennalandsliðinu að tímabilinu loknu. „Hvernig hún vann án bolta var framúrskarandi, hvernig hún pressaði og vann einvígi sín. Lauren veit hvað mér finnst um hana. Hún sýndi sínar bestu hliðar í dag, hún var óstöðvandi.“ Lét gamminn geysa Hayes nýtti viðtalið einnig til að gagnrýna hversu þétt Chelsea er að spila þessa dagana. „Eftir þrjá leiki á sex dögum ætla ég augljóslega að láta sjónvarpið og deildina heyra það. Við erum eina enska liðið í Evrópu og með eina knattspyrnusambandið sem gerir ekkert til að hjálpa. Samböndin á Spáni, Frakklandi og Þýskalandi hjálpa öll.“ „Við vorum eina liðið sem spilaði á miðvikudegi (í Madríd í Meistaradeildinni), fyrsta liðið til að spila á laugardegi eftir að spila á útivelli á sunnudagskvöld. Þegar þú spilar við lið sem hefur fengið þrjá auka daga í hvíld og undirbúning þá skiptir það máli.“ Made in Cobham. Absolutely superb today. We heard you all so thanks for the support pic.twitter.com/q1H8LdncfG— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) November 18, 2023 „Sjónvarpsrétthafar og deildin skilja ekki hættuna sem þessu fylgir,“ sagði Hayes að endingu en hún hvíldi fyrirliða sinn Mille Bright gegn Liverpool þar sem Bright er á leið í landsliðsverkefni með Englandi. „Í fullkomnum heimi væru leikmenn að aðstoða fólkið sem tekur þessar ákvarðanir til að sýna að þetta er ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Ég vil bara að hugsað sé um velferð leikmanna, í karla- og kvennaboltanum.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira