Fótbolti

Upp­hitun fyrir Portúgal – Ís­land: Á ferð með Gumma Ben í Tuk Tuk um götur Lissabon

Aron Guðmundsson skrifar
Gunnar Flóki ók um götur Lissabon á meðan að Aron og Guðmundur hituðu upp fyrir leik kvöldsins
Gunnar Flóki ók um götur Lissabon á meðan að Aron og Guðmundur hituðu upp fyrir leik kvöldsins Vísir/Sigurður

Ís­lenska karla­lands­liðið í fót­bolta heim­sækir Portúgal á José Al­vala­de leik­vanginum í Lissabon í kvöld. Um er að ræða loka­leik liðsins í undan­keppni EM 2024.

Þeir Aron Guð­munds­son, Guð­mundur Bene­dikts­son og Sigurður Már Davíðsson tökumaður skelltu sér í ferð á Tuk Tuk með Ís­lendingnum Gunnari Flóka sem búið hefur í Lissabon í um fjögur ár og tekur að sér leið­sögn fyrir ferða­menn um borgina.

Á meðan á ferð þeirra Arons, Gumma og Sigurðar töku­manns um götur Lissabon stóð, spáðu þeir í spilin fyrir leik kvöldsins, fóru yfir stöðuna á liðinu eftir síðasta tap­leik gegn Slóvakíu og margt fleira.

Sláist með þeim í för!

Klippa: Á ferð með Gumma Ben í Tuk Tuk um götur Lissabon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×