Tók Ísland skref aftur á bak? | „Þá vonandi tökum við tvö fram á við" Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson leiðir íslenska landsliðið inn á José Alvalade leikvanginn í Lissabon í kvöld í leik gegn heimamönnum frá Portúgal. Vísir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon Nú þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá tapinu gegn Slóvakíu sem gerði endanlega út um möguleika Íslands á því að tryggja sér upp úr riðlinum leggur Jóhann Berg sitt mat á leikinn: „Auðvitað mjög svekkjandi að frammistaðan hjá okkur var ekki betri en hún var. Sérstaklega eftir að við komumst einu marki yfir því maður hefði viljað byggja ofan á það. Við gerðum það ekki en svona er þetta. Þetta er bara raunveruleikinn. Auðvitað vorum við svekktir eftir leik og daginn eftir. En núna er það bara næsti leikur, einbeiting okkar fer á hann.“ Klippa: Jóhann Berg: Undir öllum komið sýna að þeir séu betri en sýnt var í síðasta leik Það væri alltaf til mikils að ætlast að íslenska landsliðið myndi næla í úrslit gegn þessu ógnarsterka portúgalska landsliði en hvernig viðbrögð vill Jóhann Berg sjá frá liðinu innan vallar frá tapinu gegn Slóvakíu? „Ég vil bara sjá betri varnarleik. Allt liðið þarf að verjast gríðarlega vel, við vitum það. Portúgal er með frábært lið. Þetta verður erfitt en við þurfum að sýna að við getum varist vel og sótt líka. Við þurfum að hafa sjálfstraust á boltanum, það vantaði aðeins á móti Slóvakíu. Vonandi getum við bara sýnt það hversu góðir í fótbolta við erum og verðum erfiðir að eiga við. Svo sjáum við hvert það tekur okkur.“ Eftir tapið gegn Slóvakíu mátti greina mikla óánægju með spilamennsku liðsins í leiknum og var til að mynda talað um að liðið væri að taka skref aftur á bak. Hvað segir þú við því? „Ef það var aftur á bak þá vonandi tökum við tvö fram á við. Það er auðvitað markmiðið hjá okkur. Auðvitað vitum við að þetta var ekki nógu gott. Öll leið í heiminum eiga slæma leiki. Við áttum það á móti Slóvakíu. Það er bara undir okkur komið að sýna að við erum betra lið en við sýndum þá.“ Íslenska landsliðið hefur áður átt jafna leiki og góðar frammistöður gegn Portúgal. Nú síðast í umræddri undankeppni heima á Íslandi í leik sem tapaðist 1-0 þar sem að Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið undir lok leiks. Eru svoleiðis frammistöður að gefa ykkur eitthvað fyrir komandi leik? „Já algjörlega. Við kíkjum á klippur úr þeim leik, erum búnir að því, og sáum hvað við gerðum vel þar. Það var ansi margt sem við gerðum mjög vel í þeim leik. Eins og þú segir þá var það mark á lokamínútum leiksins sem tryggði þeim sigurinn. Þá er bara að líta á það jákvæða sem við getum tekið út úr þeim leik og vonandi getum við sýnt það aftur á móti þeim.“ Þegar að leikmenn vilja sanna sig. Sanna að þeir séu betri en þeir sýndu síðast. Er þá ekki bara best að gera það á svona stóru sviði eins og hér í Lissabon? „Jú algjörlega. Ef ég tala fyrir mig þá er ekkert skemmtilegra en að spila á svona völlum fyrir framan pakkaðan leikvang á móti frábærum leikmönnum. Það er bara undir okkur öllum komið að sýna að við séum betri en við vorum í síðasta leik.“ Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira