Úrúgvæ fyrst til að vinna Argentínu eftir heimsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 06:30 Lionel Messi svekkir sig í tapi Argentínu í nótt. Getty/Marcos Brindicci Úrúgvæ sótti tvö stig til Buenos Aires í Argentínu í nótt í leik þjóðanna í undankeppni HM 2026. Þetta er fyrsti tapleikur argentínska landsliðsins síðan að liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Katar í lok síðasta árs. Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Leikurinn fór fram á hinum heimsfræga Bombonera-leikvangi en það dugði ekki Argentínumönnum að vera á heimavelli. Úrúgvæska liðið var betra liðið frá byrjun og vann leikinn 2-0 með mörkum frá Ronald Araújo og Liverpool-manninum Darwin Núnez. Argentínska landsliðið er enn á toppi riðilsins með tólf stig af fimmtán mögulegum en Úrúgvæ situr nú í öðru sætinu, tveimur stigum á eftir. URUGUAY BEAT ARGENTINA 2-0 It's Argentina's first loss since winning the World Cup pic.twitter.com/3PPGlIHcqs— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023 Lionel Messi var í liði Argentínu en hann hafði ekki spilað fótboltaleik í 25 daga eða eftir að keppnistímabilinu lauk í Bandaríkjunum. „Þeir eru með lið sem spilar af miklum ákafa og það var erfitt fyrir okkur að spila okkar leik. Þeir eru með fljóta og grimma leikmenn á miðjunni. Okkur leið aldrei vel og gekk illa að halda boltanum í einhvern tíma. Leikurinn var hraður og við spiluðum á tempói sem hentar okkur ekki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. Messi hrósaði Marcelo Bielsa sem er nýtekinn við úrúgvæska landsliðinu. „Þú sérð handbragð Bielsa á því hvernig Úrúgvæ spilar. Í öllum liðum hans, félagsliðum og landsliðum, þá er hans stíll auðþekkjanlegur. Hann er líka að vinna með góða kynslóð leikmanna í Úrúgvæ,“ sagði Messi. Messi tókst ekki að skora en hann var búinn að skora í níu byrjunarliðsleikjum í röð. Honum tókst síðast ekki að skora í leik sem hann byrjaði þegar Argentína mætti Póllandi á HM í Katar 30. nóvember 2022. „Þetta tap er próf fyrir okkur. Þetta gat alltaf gerst en nú þurftum við að standa upp aftur og reyna að spila okkar besta leik í Brasilíu í næstu viku,“ sagði Messi. Uruguay ends Argentina's longest unbeaten run in FIFA World Cup Qualifying history (25 games) It's also the first game that Lionel Messi started for Argentina in which he did not score since last November pic.twitter.com/LLwS8mhs07— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira