Innlent

Þrívíddarprentuð Hall­gríms­kirkja úr málmi á Degi verk­fræðinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjá má Hallgrímskirkju sem hefur verið þrívíddarprentuð úr málmi á Degi verkfræðinnar.
Sjá má Hallgrímskirkju sem hefur verið þrívíddarprentuð úr málmi á Degi verkfræðinnar. Vísir/Vilhelm

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í áttunda sinn á morgun. Þar verða haldnir fyrirlestrar um hin ýmsu verkfræðiverkefni og verður Teningurinn veittur. Hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni.

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir viðburðinum en félagið fangar 111 ára afmæli á þessu ári. Markmiðið með Degi verkfræðinnar er, samkvæmt tilkynningu, að kynna verkfræðina sem fag, verkefni og störf og að efla tengsl og samheldni íslenskra verkfræðina og tæknifræðinga.

Meðal þess sem sjá má á Degi Verkfræðinnar eru fyrirlestrar um þrívíddarprentun úr málmi, þar sem sjá má þrívíddarprentaða Hallgrímskirkju, sýningu á sjálfvirkri textasmíð fyrir sjónvarpsútsendingar og fyrirlestur um læknisfræðilega myndgreiningu.

Einnig verður fjallað um það hvort hægt sé að minnka kostnað við endurbætur vegna myglu og margt annað.

Eins og í fyrra fara herlegheitin fram á Hilton hótelinu í Reykjavík og stendur dagskráin yfir frá klukkan eitt til klukkan fimm.

Dagskrá Dags verkfræðinnar má finna hér á vef Verkfræðingafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×