Fótbolti

Bolla­leggingar í Bratislava: „Hef eyði­lagt öðru­vísi partý“

Aron Guðmundsson skrifar
Aron Guðmundsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason hituðu upp fyrir landsleik Slóvakíu og Íslands í kvöld
Aron Guðmundsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason hituðu upp fyrir landsleik Slóvakíu og Íslands í kvöld Vísir/Samsett mynd

Ís­land mætir Slóvakíu í Bratislava í undan­keppni EM í fót­bolta í kvöld. Leikurinn verður í beinni út­sendingu og opinni dag­skrá á Stöð 2 Sport og hefst upp­hitun klukkan sjö.

Þeir Aron Guð­munds­son, Guð­mundur Bene­dikts­son og Kjartan Henry Finn­boga­son settust niður fyrr í dag í Bratislava og fóru yfir verk­efnið fram­undan hjá ís­lenska lands­liðinu sem þarf á sigri í kvöld að halda til að sjá til þess að EM von liðsins í undan­keppninni haldist á lífi.

Upp­selt er á Tehelné pole, þjóðar­leik­vang Slóvaka í kvöld enda geta heima­menn tryggt sér sæti á EM næsta árs með jafn­tefli eða sigri gegn Ís­landi.

Við ætlum okkur hins vegar að skemma partý Slóvakanna og er þessi upp­hitunar­þáttur hér fyrir neðan til­valinn til þess að gíra sig upp fyrir kvöldið.

Klippa: Bollaleggingar í Bratislava: Hef eyðilagt öðruvísi partý



Fleiri fréttir

Sjá meira


×