Fjöldi leikmanna hefur flutt sig suður á Arabíuskagann og þar eru bæði á ferðinni stórstjörnu sem og minna þekktir leikmenn. Michael Emenalo, yfirmaður deildarinnar í Sádi-Arabíu, boðar breytingu í eysluvenjum hjá liðum deildarinnar.
Janúarglugginn nálgast og miðað við kaupin í síðasta glugga er auðvitað löngu farið að orða fullt af leikmönnum við Sádi-Arabíu.
Manchester United mennirnir Jadon Sancho og Raphaël Varane eru sagðir vera á innkaupalistanum en einnig er búist við nýju risatilboði í Mohamed Salah hjá Liverpool.
Emenalo, sem hefur starfað áður sem yfirmaður knattspyrnumála hjá bæði Chelsea og AS Monakó segir aftur á móti að dagarnir sé liðnir að félögin kaupi fullt af nýjum leikmönnum í einum glugga.
„Ef við teljum að félag þurfi að bæta við sig leikmanni þá verður það aðeins leikmaður í hæsta klassa,“ sagði Michael Emenalo.
„Ég vonast til að við verðum ekki mjög uppteknir í janúar því hingað til hafa menn verið agressífir á markaðnum. Flest félögin hafa því það sem þau þurfa,“ sagði Emenalo.
„Vonandi fara menn bara að einbeita sér að fullu að æfingunum og að vinna með það að gera sína leikmenn betri, um leið að hjálpa þeim að aðlagast hlutunum hér,“ sagði Emenalo.
Samkvæmt þessu þá má aðeins búast við leikmönnum á getustigi Cristiano Ronaldo, Neymar og Karim Benzema ef sádi-arabísku félögin ætla að versla sér nýja leikmenn.