Grindarvíkurfréttir: Að draga úr streituvaldandi áhrifum Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 07:01 Rannsóknir hafa löngum staðfest að fréttir geta haft áhrif á það hvernig okkur líður og gengur í lífi og starfi. Þótt við séum ekki tengd viðburðunum sjálf. Það er því eðlilegt að mörgum sé að líða skringilega og ólík sjálfu sér vegna stöðunnar í Grindavík. Gott er að viðurkenna hvernig okkur líður frekar en að reyna að taka dagana á hnefanum. Vísir/Vilhelm Staðan í Grindavík og hjá íbúum Grindavíkur er að hafa áhrif á okkur öll. Hugurinn er hjá Grindvíkingum og sumir segjast hreinlega vera á „refresh“ takkanum á vefmiðlunum allan daginn. Enda óvissan mikil. Staðan ógnvænleg. Samkenndin og samhugurinn sem betur fer algjör. Það er eins og spennuhnútur hafi myndast í maganum hjá heilli þjóð. Það sem er gott fyrir okkur öll er að viðurkenna þessar tilfinningar. Því þær eru eðlilegar, eiga fullan rétt á sér og engin ástæða fyrir okkur að reyna að berja þær niður eða þykjast ekki finna fyrir þeim. Þvert á móti er gott að ímynda sér að við séum svolítið að taka utan um þessar tilfinningar með því að segja: Já, það er skiljanlegt að mér líði svona. Ég finn til með Grindvíkingum. Ég þekki jafnvel fólk frá Grindavík. Ég finn til með Grindvíkingum og þess vegna líður mér svona. Mér finnst þetta óhugnanleg staða. Mér finnst óþægilegt að vita ekki hvernig þetta fer. Og svo framvegis. Og halda síðan áfram að reyna að gera okkar besta. Enda mun það gagnast Grindvíkingum best og öllum sem að málunum koma. Sumum er þó að reynast það jafnvel erfitt. Finnst eins og fókusinn sé ekki til staðar í vinnunni né öðru. Fyrir vikið bætast á aðrar tilfinningar vanlíðan eins og: Ég er ekki að standa mig nógu vel. Ég er ekki að gera nógu mikið. Og svo framvegis. Að fá samviskubit yfir þessum tilfinningum er jafnvel eitthvað sem margir kannast við. Finnst skrýtið að upplifa lamandi áhrif eða minni afköst í vinnunni, ekki einu sinni tengd né að þekkja fólk í Grindavík. Hvað er eginlega að mér? hugsa sumir. Rannsóknir hafa þó sýnt til margra ára að fréttir í fjölmiðlum geta haft bein áhrif á okkur í lífi og starfi. Þótt við séum ekki að tengjast fréttaviðburðunum beint. Með þetta í huga er ágætt að huga frekar að líðaninni með því að skoða hvað við getum gert til þess að okkur líði betur, án þess að ætla að hrista þetta af okkur og taka dagana áfram á hnefanum. Í umfjöllun Harvard Business Reviews eru þrjú ráð nefnd þessu tengt, sem mögulega geta hjálpað. Dragðu aðeins úr fréttanotkuninni Við getum alveg haldið áfram að fylgjast vel með en mögulega er það að auka á streitu og spennu hjá okkur ef við erum of upptekin af því að fylgjast með fréttum. Gott er að draga aðeins úr þessu og setja okkur jafnvel markmið um hversu oft eða mikið við erum að kíkja á nýjar fréttir yfir daginn. Ró, slökun, kyrrð Ein leið til að róa hugann okkar og upplifa smá spennulosun er að draga úr þáttum sem eru mögulega streituvaldandi eða að trufla okkur. Allir eru til dæmis þessa dagana að tala um Grindavík og svo framvegis þannig að ein leiðin gæti verið sú að vera með heyrnatól og hlusta á eitthvað sem okkur finnst áhugavert, róandi eða gaman; sögur eða tónlist. Svona til þess að gefa okkur smá hvíld og róa hugann um stund. Markmið um lausnir Enn eitt atriðið er að setja okkur markmið um að skanna fyrst og fremst allt sem jákvætt er. Eru fyrirsagnir að tala um eitthvað sem gæti verið jákvæð þróun? Eru sérfræðingar að tala um einhver jákvæð teikn? Eru yfirvöld eða stjórnvöld að tala um hvernig Grindvíkingum verður hjálpað? Eru viðtöl við fólk um hvernig við getum staðið saman eða hjálpað? Að setja fókusinn okkar á allt sem við mögulega teljum jákvætt hjálpar. Það sama á við um að draga úr því sem neikvæðast er. Eðlilegt er að í fréttum sé hluti af innihaldinu neikvætt og það sama á við um umræður fólks. En ef viðhorfið þitt er að hafa trú á því að allir séu að gera sitt besta og unnið verði að málum eins og best verður á kosið, er auðveldara að stimpla sig út úr umhverfi þar sem fólk er að ræða á neikvæðum nótum um málin og/eða að draga úr kvíðahnút yfir neikvæðari fréttum. Góðu ráðin Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Enda óvissan mikil. Staðan ógnvænleg. Samkenndin og samhugurinn sem betur fer algjör. Það er eins og spennuhnútur hafi myndast í maganum hjá heilli þjóð. Það sem er gott fyrir okkur öll er að viðurkenna þessar tilfinningar. Því þær eru eðlilegar, eiga fullan rétt á sér og engin ástæða fyrir okkur að reyna að berja þær niður eða þykjast ekki finna fyrir þeim. Þvert á móti er gott að ímynda sér að við séum svolítið að taka utan um þessar tilfinningar með því að segja: Já, það er skiljanlegt að mér líði svona. Ég finn til með Grindvíkingum. Ég þekki jafnvel fólk frá Grindavík. Ég finn til með Grindvíkingum og þess vegna líður mér svona. Mér finnst þetta óhugnanleg staða. Mér finnst óþægilegt að vita ekki hvernig þetta fer. Og svo framvegis. Og halda síðan áfram að reyna að gera okkar besta. Enda mun það gagnast Grindvíkingum best og öllum sem að málunum koma. Sumum er þó að reynast það jafnvel erfitt. Finnst eins og fókusinn sé ekki til staðar í vinnunni né öðru. Fyrir vikið bætast á aðrar tilfinningar vanlíðan eins og: Ég er ekki að standa mig nógu vel. Ég er ekki að gera nógu mikið. Og svo framvegis. Að fá samviskubit yfir þessum tilfinningum er jafnvel eitthvað sem margir kannast við. Finnst skrýtið að upplifa lamandi áhrif eða minni afköst í vinnunni, ekki einu sinni tengd né að þekkja fólk í Grindavík. Hvað er eginlega að mér? hugsa sumir. Rannsóknir hafa þó sýnt til margra ára að fréttir í fjölmiðlum geta haft bein áhrif á okkur í lífi og starfi. Þótt við séum ekki að tengjast fréttaviðburðunum beint. Með þetta í huga er ágætt að huga frekar að líðaninni með því að skoða hvað við getum gert til þess að okkur líði betur, án þess að ætla að hrista þetta af okkur og taka dagana áfram á hnefanum. Í umfjöllun Harvard Business Reviews eru þrjú ráð nefnd þessu tengt, sem mögulega geta hjálpað. Dragðu aðeins úr fréttanotkuninni Við getum alveg haldið áfram að fylgjast vel með en mögulega er það að auka á streitu og spennu hjá okkur ef við erum of upptekin af því að fylgjast með fréttum. Gott er að draga aðeins úr þessu og setja okkur jafnvel markmið um hversu oft eða mikið við erum að kíkja á nýjar fréttir yfir daginn. Ró, slökun, kyrrð Ein leið til að róa hugann okkar og upplifa smá spennulosun er að draga úr þáttum sem eru mögulega streituvaldandi eða að trufla okkur. Allir eru til dæmis þessa dagana að tala um Grindavík og svo framvegis þannig að ein leiðin gæti verið sú að vera með heyrnatól og hlusta á eitthvað sem okkur finnst áhugavert, róandi eða gaman; sögur eða tónlist. Svona til þess að gefa okkur smá hvíld og róa hugann um stund. Markmið um lausnir Enn eitt atriðið er að setja okkur markmið um að skanna fyrst og fremst allt sem jákvætt er. Eru fyrirsagnir að tala um eitthvað sem gæti verið jákvæð þróun? Eru sérfræðingar að tala um einhver jákvæð teikn? Eru yfirvöld eða stjórnvöld að tala um hvernig Grindvíkingum verður hjálpað? Eru viðtöl við fólk um hvernig við getum staðið saman eða hjálpað? Að setja fókusinn okkar á allt sem við mögulega teljum jákvætt hjálpar. Það sama á við um að draga úr því sem neikvæðast er. Eðlilegt er að í fréttum sé hluti af innihaldinu neikvætt og það sama á við um umræður fólks. En ef viðhorfið þitt er að hafa trú á því að allir séu að gera sitt besta og unnið verði að málum eins og best verður á kosið, er auðveldara að stimpla sig út úr umhverfi þar sem fólk er að ræða á neikvæðum nótum um málin og/eða að draga úr kvíðahnút yfir neikvæðari fréttum.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00
Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00
Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01