Sport

Fjöl­skylda John­sons rýfur þögnina eftir and­lát hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam Johnson hefur víða verið minnst undanfarna daga.
Adam Johnson hefur víða verið minnst undanfarna daga. getty/Chris Tanouye

Frænka íshokkíkappans Adams Johnson, sem lést í leik á Englandi, hefur tjáð sig um andlát hans. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver úr fjölskyldu Johnsons tjáir sig opinberlega eftir að hann féll frá.

Johnson lést þegar hann skarst á hálsi með skauta í leik með Nottingham Panthers gegn Sheffield Steelers í ensku íshokkídeildinni 28. október síðastliðinn.

Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar og nú hefur einn verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, er enn í haldi lögreglu. 

Kari, frænka Johnsons, segir að fjölskylda ætli að sjá hverju fram vindur í málinu.

„Hvað svo sem þeir ákveða, þá verðum við að lifa með því. En ég er bara ánægð að þeir standa sína plikt og gera það sem þeir eiga að gera,“ sagði Kari.

Johnson var jarðsunginn í heimaríki sínu, Minnesota, í síðustu viku. Hann var 29 ára þegar hann lést. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×