Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Arnór Ingvi Traustason átti góðan leik á miðjunni fyrir íslenska liðið. Vísir/Hulda Margrét Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. „Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Ég var hérna 2016 og aðeins 2017. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað til Vínar síðan þá. Ég viðurkenni það alveg að það var smá skrítið fyrst en einnig gaman. Tíminn hér var svolítið upp og niður, skrautlegur, en ég á góðar minningar héðan. Vín er frábær borg.“ Leikirnir framundan fyrir íslenska landsliðið eru mikilvægir. Ekki bara sökum þess að liðið á enn möguleika, veikan möguleika, á því að tryggja sér 2. sæti riðilsins og EM sæti. Heldur einnig sökum þess að líklegri möguleikinn. EM sæti í gegnum umspil Þjóðadeildar Evrópu er einnig til staðar. Arnór segir íslenska landsliðið nálgast þetta tiltekna verkefni eins og öll önnur. „Þetta eru tveir fótboltaleikir sem þurfa að spilast. Við viljum gera okkar besta í þeim leikjum. Við viljum ná í einhver stig, taka skref fram á við. Fókusinn liggur kannski hér núna en ég get alveg að mesti fókusinn liggur á mars verkefninu. Við þurfum bara að taka skref fram á við. Undirbúa okkur undir mögulegt umspil og taka það með í marsverkefnið.“ Slóvakarnir geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn kemur. Við hvernig leik býstu? „Þetta verður erfiður en skemmtilegur leikur. Þeir geta tryggt sér sæti á EM með hagstæðum úrslitum gegn okkur. Er ekki alltaf gaman að skemma partý? Það væri geggjað að fara þangað og taka þrjú stig.“ Arnór Ingvi spilar með IFK Norrköping í efstu deild Svíþjóðar og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum liðsins er greint var frá því að þjálfarinn Glen Riddersholm hefði verið látinn fara. „Mig var farið að gruna að þetta yrði lendingin,“ segir Arnór aðspurður hvernig hann hefði frétt af þessum breytingum. „Ég vissi ekkert þannig séð af þessu þegar að þetta kom fyrst út. Tímabilið í heild sinni hjá okkur var kaflaskipt. Við áttum góðan fyrri hluta en svo get ég ekki sett puttann á það hvað fór úrskeiðis hjá okkur á seinni hlutanum. Það virkaði ekkert af því sem við vildum gera. Þjálfarinn fær að líða fyrir það, eins og oft á tíðum er. Þetta er frábær maður, frábær þjálfari og ég óska honum alls hins besta.“ Og þessu tengt hefur íslenski miðillinn Fótbolti.net greint frá því að Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur, sé í viðræðum við IFK Norrköping um að verða þjálfari liðsins. Klippa: Er ekki alltaf gaman að skemma partý?
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti