Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöfulgang og Åge vill Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 19:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta Getty/Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudaginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síðkastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar. Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli á næstu dögum og þarf sigur úr báðum leikjum, sem og að treysta á önnur hagstæð úrslit til að EM sætið raungerist í gegnum undankeppnina. „Staðan er fín. Ég er bara æfa og eins og þið vitið hef ég ekki verið að spila upp á síðkastið,“ segir Aron Einar en tækifæri hans hjá katarska félagsliðinu Al-Arabi hafa ekki verið til staðar upp á síðkastið. „Ég var kominn af stað í viðræður við annað lið í Katar. Reglurnar þarna úti eru þannig að ef þú ert erlendur leikmaður, sem hefur ekki verið að spila neitt á tímabilinu, þá máttu færa þig yfir í annað lið ef erlendur leikmaður hjá þeim dettur út. Það var komið á byrjunarreit þar en við ákváðum að bíða með að klára þetta á meðan að ég er í landsliðsverkefninu. Það vonandi gerist eitthvað eftir að ég kem aftur til Katar.“ Klippa: Aron Einar nýttir sér bjargráð Gylfa Þórs og Alfreðs Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands greindi frá því að hann byggist við því að Aron færi að spila aftur reglulega frá og með janúar en landsliðsfyrirliðinn segir það geta átt sér stað fyrr. „Það gæti gerst fyrir janúar en ég vissi ekki af þessari reglu að ef ég væri ekki búinn að vera spila neitt mætti ég skipta yfir í annað lið. Ég reiknaði alltaf með því að færa um set yfir í annað lið í janúar, myndi vinna þetta út frá því en núna gæti verið að ég færi í annað lið um leið og ég verð kominn aftur út. Það verður bara að koma í ljós.“ Nýtti sér bjargráð sem hefur reynst Gylfa og Alfreð vel Aron hefur verið að ganga í gegnum nokkuð krefjandi meiðslatímabil en er byrjaður að æfa á fullu. Í gegnum sambönd við Gylfa Þór og Alfreð Finnbogason hefur hann verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn. Gylfi Þór í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. „Þetta er maður sem hefur reynst þeim mjög vel og ég ákvað að prófa þetta fyrir helgi. Ég náði þremur dögum með honum og það gekk bara mjög vel. Maður er að leita leiða sem henta manni hvað best til að halda sér í standi. Það er nóg eftir samt á tankinum. Ég get alveg sagt þér það.“ Viljinn alltaf til staðar en hversu mikið geturðu beitt þér í þessum tveimur leikjum framundan? „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega ekkert í frábæru leikformi. Það er náttúrulega bara staðan þegar að þú ert ekki að spila fótboltaleiki en hef verið að æfa á fullu. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvað hann vill nota mig mikið í þessum leikjum. Það verður bara að koma í ljós.“ Geta unnið úr báðum möguleikum Möguleikinn á að tryggja sér beint sæti á EM í gegnum þennan riðil er enn til staðar þó svo að hann sé lítill. Heima hefur mikið verið talað um möguleikann á EM sæti í gegnum mögulegt umspil í Þjóðadeildinni. Hvernig horfir þetta verkefni framundan við ykkur. Hvað er verið að leggja áherslu á? „Þú ert með tvo möguleika þarna. Þetta er ekki búið. Við höfum þennan möguleika á að komast á EM með því að enda í 2.sæti riðilsins en það þarf allt að ganga upp. Ef það gengur ekki þá erum við með möguleika í mars í gegnum umspilið. Aron Einar á æfingu með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það er hægt að vinna út frá báðum þessum möguleikum. Þú getur verið að undirbúa liðið eins og þú vilt spila. Þjálfarinn er með það allt á hreinu. Undirbúningurinn okkar hingað til hefur verið góður. Við áttum góðan leik á móti Slóvakíu heima en máttum þola svekkjandi tap. Við vorum óheppnir að fá ekki neitt úr þeim leik. Mér fannst við spila virkilega vel það en á endanum snýst þetta um að vera stöðugur, klára þau færi sem við fáum og loka búrinu. Þetta snýst um það í fótboltanum. Við gerðum það ekki í þeim leik en allt annað var virkilega flott og jákvætt. Við þurfum því að spila svipaðan leik og heima, bæta þá hluti sem gengu ekki upp í þeim leik. Ef við gerum það þá vinnum við þennan leik. Þá er hægt að spá aðeins meira í spilin. Það er bara sama gamla góða klisjan sem gildir í þessu. Við byrjum á þessum leik, náum í þrjú stig þar og vinnum okkur út frá því.“ Þetta er stór leikur fyrir Slóvakana sem geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri. Væri ekki gott að fara til Bratislava og skemma partýið? „Algjörlega og um leið setja smá pressu á þá fyrir þeirra leik gegn Bosníu & Herzegovinu í lokaumferðinni. Það er náttúrulega planið en eins og ég sagði áðan þá þarf allt að ganga upp. Í landsliðsfótboltanum er munur á heima- og útileikjunum. Litlu hlutirnir skipta enn meira máli og við þurfum að eiga toppleik til þess að skemma þetta partý.“ Þurfa að bæta margt til að vera samkeppnishæfir á EM Ef við förum aðeins í spilamennsku liðsins undir stjórn Hareide. Finnst þér þetta á leiðinni í rétta átt? „Fyrir mér erum við að læra meira inn á hann og sömuleiðis hann inn á okkur. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sér inn í hlutina og sömuleiðis fyrir okkur að venjast hans leikstíl. Mér finnst vera góður uppgangur í þessu. En eins og gengur og gerist með ungt lið eins og okkar sem hefur verið að ganga í gegnum breytingar þá kemur smá óstöðugleiki á hlutina. Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins Við þurfum að finna stöðugleikann og þar er það undir okkur reynslumeiri leikmönnunum komið að leiðbeina þeim. Við erum á leið í rétta átt. Það er góðs viti en hellings vinna framundan eins og við leikmenn, þjálfarateymið og öll í kringum landsliðið vita. Við þurfum að bæta margt til þess að koma okkur á þann stall að vera samkeppnishæfir á EM. Við vitum það alveg en það er enn tími til stefnu.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Bratislava Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli á næstu dögum og þarf sigur úr báðum leikjum, sem og að treysta á önnur hagstæð úrslit til að EM sætið raungerist í gegnum undankeppnina. „Staðan er fín. Ég er bara æfa og eins og þið vitið hef ég ekki verið að spila upp á síðkastið,“ segir Aron Einar en tækifæri hans hjá katarska félagsliðinu Al-Arabi hafa ekki verið til staðar upp á síðkastið. „Ég var kominn af stað í viðræður við annað lið í Katar. Reglurnar þarna úti eru þannig að ef þú ert erlendur leikmaður, sem hefur ekki verið að spila neitt á tímabilinu, þá máttu færa þig yfir í annað lið ef erlendur leikmaður hjá þeim dettur út. Það var komið á byrjunarreit þar en við ákváðum að bíða með að klára þetta á meðan að ég er í landsliðsverkefninu. Það vonandi gerist eitthvað eftir að ég kem aftur til Katar.“ Klippa: Aron Einar nýttir sér bjargráð Gylfa Þórs og Alfreðs Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands greindi frá því að hann byggist við því að Aron færi að spila aftur reglulega frá og með janúar en landsliðsfyrirliðinn segir það geta átt sér stað fyrr. „Það gæti gerst fyrir janúar en ég vissi ekki af þessari reglu að ef ég væri ekki búinn að vera spila neitt mætti ég skipta yfir í annað lið. Ég reiknaði alltaf með því að færa um set yfir í annað lið í janúar, myndi vinna þetta út frá því en núna gæti verið að ég færi í annað lið um leið og ég verð kominn aftur út. Það verður bara að koma í ljós.“ Nýtti sér bjargráð sem hefur reynst Gylfa og Alfreð vel Aron hefur verið að ganga í gegnum nokkuð krefjandi meiðslatímabil en er byrjaður að æfa á fullu. Í gegnum sambönd við Gylfa Þór og Alfreð Finnbogason hefur hann verið í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn. Gylfi Þór í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. „Þetta er maður sem hefur reynst þeim mjög vel og ég ákvað að prófa þetta fyrir helgi. Ég náði þremur dögum með honum og það gekk bara mjög vel. Maður er að leita leiða sem henta manni hvað best til að halda sér í standi. Það er nóg eftir samt á tankinum. Ég get alveg sagt þér það.“ Viljinn alltaf til staðar en hversu mikið geturðu beitt þér í þessum tveimur leikjum framundan? „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega ekkert í frábæru leikformi. Það er náttúrulega bara staðan þegar að þú ert ekki að spila fótboltaleiki en hef verið að æfa á fullu. Svo er það bara undir þjálfaranum komið hvað hann vill nota mig mikið í þessum leikjum. Það verður bara að koma í ljós.“ Geta unnið úr báðum möguleikum Möguleikinn á að tryggja sér beint sæti á EM í gegnum þennan riðil er enn til staðar þó svo að hann sé lítill. Heima hefur mikið verið talað um möguleikann á EM sæti í gegnum mögulegt umspil í Þjóðadeildinni. Hvernig horfir þetta verkefni framundan við ykkur. Hvað er verið að leggja áherslu á? „Þú ert með tvo möguleika þarna. Þetta er ekki búið. Við höfum þennan möguleika á að komast á EM með því að enda í 2.sæti riðilsins en það þarf allt að ganga upp. Ef það gengur ekki þá erum við með möguleika í mars í gegnum umspilið. Aron Einar á æfingu með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það er hægt að vinna út frá báðum þessum möguleikum. Þú getur verið að undirbúa liðið eins og þú vilt spila. Þjálfarinn er með það allt á hreinu. Undirbúningurinn okkar hingað til hefur verið góður. Við áttum góðan leik á móti Slóvakíu heima en máttum þola svekkjandi tap. Við vorum óheppnir að fá ekki neitt úr þeim leik. Mér fannst við spila virkilega vel það en á endanum snýst þetta um að vera stöðugur, klára þau færi sem við fáum og loka búrinu. Þetta snýst um það í fótboltanum. Við gerðum það ekki í þeim leik en allt annað var virkilega flott og jákvætt. Við þurfum því að spila svipaðan leik og heima, bæta þá hluti sem gengu ekki upp í þeim leik. Ef við gerum það þá vinnum við þennan leik. Þá er hægt að spá aðeins meira í spilin. Það er bara sama gamla góða klisjan sem gildir í þessu. Við byrjum á þessum leik, náum í þrjú stig þar og vinnum okkur út frá því.“ Þetta er stór leikur fyrir Slóvakana sem geta tryggt sér EM-sæti með jafntefli eða sigri. Væri ekki gott að fara til Bratislava og skemma partýið? „Algjörlega og um leið setja smá pressu á þá fyrir þeirra leik gegn Bosníu & Herzegovinu í lokaumferðinni. Það er náttúrulega planið en eins og ég sagði áðan þá þarf allt að ganga upp. Í landsliðsfótboltanum er munur á heima- og útileikjunum. Litlu hlutirnir skipta enn meira máli og við þurfum að eiga toppleik til þess að skemma þetta partý.“ Þurfa að bæta margt til að vera samkeppnishæfir á EM Ef við förum aðeins í spilamennsku liðsins undir stjórn Hareide. Finnst þér þetta á leiðinni í rétta átt? „Fyrir mér erum við að læra meira inn á hann og sömuleiðis hann inn á okkur. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sér inn í hlutina og sömuleiðis fyrir okkur að venjast hans leikstíl. Mér finnst vera góður uppgangur í þessu. En eins og gengur og gerist með ungt lið eins og okkar sem hefur verið að ganga í gegnum breytingar þá kemur smá óstöðugleiki á hlutina. Age Hareide tók við þjálfun íslenska landsliðsins Við þurfum að finna stöðugleikann og þar er það undir okkur reynslumeiri leikmönnunum komið að leiðbeina þeim. Við erum á leið í rétta átt. Það er góðs viti en hellings vinna framundan eins og við leikmenn, þjálfarateymið og öll í kringum landsliðið vita. Við þurfum að bæta margt til þess að koma okkur á þann stall að vera samkeppnishæfir á EM. Við vitum það alveg en það er enn tími til stefnu.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira