Rapinoe: Þetta sannar það að guð er ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 10:00 Megan Rapinoe situr á grasinu. Sex mínútur liðnar af úrslitaleiknum og hún búin að slíta hásin. Getty/Meg Oliphant Bandaríska fótboltakonan Megan Rapinoe átti möguleika á því að enda stórkostlegan feril sinn á besta mögulega hátt eða með því að vinna titil í lokaleik ferilsins. Í stað þess upplifði hún sannkallaða martröð. Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Rapinoe sleit hásin eftir aðeins sex mínútur í úrslitaleik OL Reign og Gotham FC um bandaríska meistaratitilinn. OL Reign tapaði síðan leiknum án Rapinoe. Megan Rapinoe gerði sér strax grein fyrir því að hásin væri slitin. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Rapinoe fór mikinn á blaðamannafundi eftir leikinn og hún talaði þar meðal annars um það hún ætlaði að koma sér í Aaron Rodgers meðferðina. NFL stjarnan hefur átt ótrúlega endurkomu eftir að hafa slitið hásin í byrjun september. Rapinoe ætlar að heyra í Rodgers og fá að vita hver framkvæmdi aðgerðina á honum. Það var þó ekki þau ummæli sem vöktu mesta athygli heldur en önnur enn bitastæðari. „Ég á þetta ekki skilið. Ég get alla vega sagt það. Ég er ekki trúuð manneskja eða þannig en ef það væri til guð þá sannar þetta það að guð er ekki til,“ sagði Megan Rapinoe. „Þetta er út í hött. Þetta er algjörlega fáránlegt. Sex mínútur liðnar af leiknum og ég slít hásina mína,“ sagði Rapinoe. Rapinoe vissi strax hvað hefði gerst og átti mjög erfitt með sig þegar henni var hjálpað af velli enda vonbrigðin gríðarleg. „Allir segja alltaf: Hver sparkaði í mig? Auðvitað var enginn nálægt mér. Þannig leið mér. Það kom mikill smellur og ég veit ekki einu sinni hvar hásinin mín er. Ég er nokkuð viss um að ég hafi slitið hásinina. Þetta var versta mögulega útkoman fyrir mig,“ sagði Rapinoe. WOKE Megan Rapinoe says that her torn achilles injury is proof that God doesn't exist. I mean, I don t deserve this, I ll tell you that much. I m not a religious person or anything, but if there is a God, this is proof that there isn t. pic.twitter.com/6GxEZfWifs— Brandon Tatum (@TheOfficerTatum) November 13, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira