Utan vallar: Vonum að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum í Vín Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 08:30 Frá leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM Vísir/Hulda Margrét Það er á slóðum Mozart sem íslenska karlalandsliðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir komandi verkefni sitt í undankeppni EM, tvo síðustu leiki sína í J-riðli, að fullu hér í Vínarborg í Austurríki. Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona rúllaði yfir Como Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn