Hvernig kemst Ísland inn á EM í fótbolta á sunnudaginn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 07:30 Alfreð Finnbogason er að sjálfsögðu með hlutina á hreinu. Þrjú stig á móti Slóvakíu. Það er það eina sem dugar. Vísir/Hulda Margré Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn tölfræðilega möguleika á því að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Tveir síðustu leikir riðlakeppninnar eru fram undan en íslenska liðið situr nú í fjórða sæti riðilsins, sex stigum frá EM-sætinu. Þökk sé 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta verkefni lifir enn smá vonarglæta. Það eru bara sex stig eftir í pottinum og það þarf því margt að ganga upp til þess að íslenska liðið nái öðru sætinu í riðlinum. Baráttan á milli þriggja þjóða Portúgal er með fullt hús á toppi riðilsins og fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. Baráttan um hitt sætið stendur á milli Slóvakíu, Lúxemborgar og Íslands. Slóvakar eru auðvitað í langbestu stöðunni. Slóvakía er með sextán stig eða sex stigum meira en Ísland. Lúxemborg er einu stigi á undan Íslandi. Til þess að komast á EM á sunnudaginn þá þurfa íslensku strákarnir að vinna báða sína leiki og fá að auki mikla hjálp frá Bosníumönnum. Orri Steinn Óskarron og Hákon Arnar Haraldsson eru tveir ungir leikmenn að skapa sér nafn í íslenska landsliðinu. Það væri gaman að sjá þá á EM næsta sumar.Vísir/Hulda Margrét Úrslitin gætu reyndar ráðist strax í fyrri leiknum þar sem Slóvakar taka á móti íslenska liðinu á fimmtudagskvöldið. Slóvakar geta tryggt sig inn á EM Vinni Slóvakar leikinn á móti Íslandi þá tryggja þeir sér sæti á EM en jafntefli gæti líka dugað takist Lúxemborg ekki að vinna sinn leik. Ísland verður að vinna leikinn til að vonin lifi. Vinni íslenska liðið Slóvakíu þá mun liðið eiga enn möguleika á sæti á EM í lokaleiknum á sunnudaginn. Íslensku strákarnir þyrftu þá að vinna Portúgal á útivelli á sama tíma og Slóvakar myndu tapa fyrir Bosníumönnum á útivelli. Markatalan góð Með sigri á Slóvökum þá væri markatala Íslands þegar orðin betri en sú hjá Slóvökum þökk sé meðal annars tveimur stórsigrum íslenska liðsins á Liechtenstein. Það myndi jafnframt þýða að aðeins eins marks sigur Íslands og eins mars tap Slóvakíu á sunnudagskvöldið myndi færa strákunum okkar EM-sætið. Svo framarlega auðvitað að Lúxemborg missi af stigum í öðrum leikja sinna. Hákon Arnar Haraldsson er lykilmaður íslenska liðsins í dag.Vísir/Hulda Margrét Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Ísland kemst á EM á sunnudagskvöldið ef: Ísland vinnur leiki sína á móti Slóvakíu og Portúgal og Bosnía vinnur Slóvakíu á heimavelli og Lúxemborg má ekki vinna báða leiki
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Sjá meira