Leikmenn flúðu inn í klefa þegar stuðningsmenn ætluðu að lúskra á þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:31 Stuðningsmenn Cruzeiro ruddust inn á völlinn þegar mótherjarnir skoruðu undir lokin. Getty/Gabriel Machado Lið Coritiba og Cruzeiro eru bæði í harðri fallbaráttu í brasilíska boltanum og mættust í gríðarlega mikilvægum leik um helgina. Það komu upp ljótar senur þegar Coritiba komst yfir undir lokin. Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023 Brasilía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Coritiba hefði fallið með jafntefli eða tapi en Cruzeiro átti á hættu að enda daginn í fallsæti. Robson kom Coritiba í 1-0 með marki á lokamínútu seinni hálfleiksins en leiknum lauk þó ekki fyrr en 45 mínútum seinna. Leikmenn Coritiba fögnuðu markinu gríðarlega en áður en menn vissu af þá ruddust stuðningsmenn Cruzeiro inn á völlinn og öryggisverðir leiksins réðu ekki neitt við neitt. Stuðningsmenn Cruzeiro hlupu inn á völlinn og ætluðu að lúskra á sínum eigin leikmönnum sem þeim þótti ekki standa sig. Leikmenn beggja liða flúðu inn í klefa og dómarinn gerði hlé á leiknum. CNN í Brasilíu segir frá. Stuðningsmenn Cruzeiro náðu ekki í skottið á sínum eigin leikmönnum en þeir fengu aftur á móti óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Coritiba sem höfðu svarað þeim með því að koma líka inn á völlinn. Upphófust ljót slagsmál á milli stuðningsmanna liðanna út á miðjum velli. Þetta endaði ekki fyrr en lögreglan kom og náði stjórn á lýðnum með táragasi og gúmmíkúlum. Fjörutíu mínútum seinna flautaði dómarinn leikinn á að nýju og kláraði uppbótatímann en leiknum lauk með 1-0 sigri Coritiba. Þá hafði herlögreglan náð stjórninni en stærsti hluti áhorfenda var líka farinn heim af vellinum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því sem gekk á undir lok leiksins. Absolutely terrible scenes in Brazil during the match between Cruzeiro and Coritiba pic.twitter.com/BPY49BLttG— Enrik Mhillaj (@enrick_1011) November 11, 2023
Brasilía Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira