Ívar Ásgrímsson: Höfðum næga orku en okkur skorti kjarkinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. nóvember 2023 21:46 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
„Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00