Ívar Ásgrímsson: Höfðum næga orku en okkur skorti kjarkinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. nóvember 2023 21:46 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00