Reyes lést í bílslysi 2019. Hann var 35 ára. Reyes lék meðal annars með Arsenal og Real Madrid á ferlinum og varð meistari með báðum liðum.
Þegar ekkja Reyes, Noelia Lopez, var að taka til fann hún Valentínusarkort frá eiginmanni sínum. Hún deildi fundinum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
„Til hamingju með Valentínusardaginn. Ég gleymi þér ekki einu sinni úr fjarlægð,“ skrifaði Reyes á kortið sem ekkja hans fann.
Reyes og Lopez giftust 2017. Þau áttu tvær dætur saman. Reyes átti auk þess einn son úr fyrra sambandi. Hann er fótboltamaður og er samningsbundinn Real Madrid.