Á toppnum og með mun fleiri mörk en bæði Real Madrid og Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 10:01 Aleix Garcia fagnar einu af mörkum Girona á þessu tímabili en það hefur verið nóg af þeim. Getty/ Juan Manuel Serrano Stærsta fótboltaævintýrið á Spáni þessa dagana er án efa það sem er í fullum gangi hjá Katalóníufélaginu Girona. Litla liðið í Katalóníu hefur gert magnaða hluti á leiktíðinni og er nú með tveggja stiga forskot í efsta sæti deildarinnar eftir tólf leiki. Það er vissulega smá þema í evrópsku deildunum að óvænt lið hafa verið á toppnum eins og Tottenham í Englandi, Bayer Leverkusen í Þýskalandi og Nice í Frakklandi. Allt lið sem hafa mikla hefð og sögu en hafa beðið lengi eftir titli. Það eru 52 ár síðan Tottenham varð meistari, 64 ár síðan að Nice vann titilinn og Leverkusen hefur aldrei orðið þýskur meistari. The leader of the first division! pic.twitter.com/8CxJwOKK7s— Girona FC (@GironaFC_Engl) November 8, 2023 Fjórtán þúsund manna völlur Það er samt erfitt að setja Girona í sama flokk og þessi sögufrægu fótboltafélög sem eru öll frá stórum borgum. Girona er sannkallað smálið með aðeins fjórtán þúsund manna völl og 55 milljón evra fjárhagsáætlun sem þykja smáaurar í þessum fótboltaheimi. Félagið er líka nýkomið upp í deild þeirra bestu á Spáni eftir að hafa verið lengstum í B-, C- og jafnvel D-deildinni á Spáni. Liðið var í D-deildinni fyrir aðeins sextán árum síðan. Nú er öldin önnur í norður Katalóníu. Girona menn hafa unnið tíu af tólf leikjum í deildinni á þessu tímabili og eina tapið kom á móti Real Madrid (0-3) í lok september. Eftir jafntefli í fyrstu umferð þá hefur Girona unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Vann bara þrjá fleiri leiki allt síðasta tímabil Allt síðasta tímabil vann Girona aðeins þremur leikjum meira eða þrettán af 38 leikjum sínum. Einn af þeim var 4-2 sigur á Real Madrid í aprílmánuði. Hinn 48 ára gamli Míchel tók við Girona liðinu árið 2021 en hann er leikahæsti leikmaður í sögu Rayo Vallecano með 313 leiki frá 1993 til 2012 með smá hléi á milli 2003 og 2006. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Tók við liðinu í B-deildinni Girona var í b-deildinni þegar hann tók við og hann kom því upp í gegnum úrslitakeppnina á fyrsta ári. Liðið náði síðan tíunda sætinu á fyrsta tímabilinu í A-deildinni í fyrra og er núna á toppnum. Á öllum tímabilum hans hefur því liðið tekið stórt stökk. Það er ekki bara árangurinn sem hefur vakið athygli á Girona liðinu heldur ekki síst spilamennskan. Það er óhætt að segja að það sé skemmtilegt að horfa á leiki Girona, sannkölluð rússíbanareið. Spila alvöru sóknarbolta Þetta er lið sem tekur mikla áhættu í sínum leik og spilar alvöru sóknarbolta. Það hefur líka skilað liðinu miklu fleiri mörkum en stórlið Real Madrid og Barcelona. Girona hefur skorað 29 mörk í 12 leikjum eða sex fleiri en Real Madrid og fimm fleiri en Barcelona. Counterattack made in Girona.#OsasunaGirona | #LaLigaHighlights | @LaLigaEN pic.twitter.com/IsntLhX12Z— Girona FC (@GironaFC_Engl) November 7, 2023 Liðið er líka að fá sig mörg en það hafa verið skorað samtals 44 mörk í leikjum liðsins í vetur. Sem sagt, eintóm skemmtun. Markahæsti leikmaður liðsins á þessari leiktíð er Úkraínumaðurinn Artem Dovbyk með sex mörk á sínu fyrsta tímabili með félaginu en hann hefur einnig gefið fjórar stoðsendingar. Það verður auðvitað erfitt fyrir Girona liðið að halda út í kapphlaupinu á löngu tímabili við lið eins og Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid eða Real Sociedad. Það væri hins vegar mikið afrek takist þessum litla klúbbi að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Gæti komið upp vandamál Komist liðið í Meistaradeildina kemur reyndar upp eitt vandamál. Eigendur Manchester City í City Football Group eiga nefnilega 47 prósent hlut í spænska félaginu. Þeir þurftu að sækja um leyfi hjá UEFA og sanna um leið að rekstur félaganna sé algjörlega aðskilinn. Það eru til fordæmi eins og með Red Bull Salzburg (Austurríki) og RB Leipzig (Þýskaland) sem bæði eru í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Það er hins vegar enn langt í að þetta verði eitthvað til að ræða um. Girona þarf náttúrulega að halda þetta út og fyrsta skrefið er að ná góðum úrslitum á móti Rayo Vallecano á útivelli um helgina. Michel er náttúrulega að mæta á sinn gamla heimavöll og spila á móti félagi sem hann lék yfir þrjú hundruð leiki fyrir. Who saw this coming?! Girona are top of LaLiga - can they keep this up for the rest of the season? pic.twitter.com/BbRbA8BR0t— Football Transfers (@Transfersdotcom) November 6, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Litla liðið í Katalóníu hefur gert magnaða hluti á leiktíðinni og er nú með tveggja stiga forskot í efsta sæti deildarinnar eftir tólf leiki. Það er vissulega smá þema í evrópsku deildunum að óvænt lið hafa verið á toppnum eins og Tottenham í Englandi, Bayer Leverkusen í Þýskalandi og Nice í Frakklandi. Allt lið sem hafa mikla hefð og sögu en hafa beðið lengi eftir titli. Það eru 52 ár síðan Tottenham varð meistari, 64 ár síðan að Nice vann titilinn og Leverkusen hefur aldrei orðið þýskur meistari. The leader of the first division! pic.twitter.com/8CxJwOKK7s— Girona FC (@GironaFC_Engl) November 8, 2023 Fjórtán þúsund manna völlur Það er samt erfitt að setja Girona í sama flokk og þessi sögufrægu fótboltafélög sem eru öll frá stórum borgum. Girona er sannkallað smálið með aðeins fjórtán þúsund manna völl og 55 milljón evra fjárhagsáætlun sem þykja smáaurar í þessum fótboltaheimi. Félagið er líka nýkomið upp í deild þeirra bestu á Spáni eftir að hafa verið lengstum í B-, C- og jafnvel D-deildinni á Spáni. Liðið var í D-deildinni fyrir aðeins sextán árum síðan. Nú er öldin önnur í norður Katalóníu. Girona menn hafa unnið tíu af tólf leikjum í deildinni á þessu tímabili og eina tapið kom á móti Real Madrid (0-3) í lok september. Eftir jafntefli í fyrstu umferð þá hefur Girona unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum. Vann bara þrjá fleiri leiki allt síðasta tímabil Allt síðasta tímabil vann Girona aðeins þremur leikjum meira eða þrettán af 38 leikjum sínum. Einn af þeim var 4-2 sigur á Real Madrid í aprílmánuði. Hinn 48 ára gamli Míchel tók við Girona liðinu árið 2021 en hann er leikahæsti leikmaður í sögu Rayo Vallecano með 313 leiki frá 1993 til 2012 með smá hléi á milli 2003 og 2006. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Tók við liðinu í B-deildinni Girona var í b-deildinni þegar hann tók við og hann kom því upp í gegnum úrslitakeppnina á fyrsta ári. Liðið náði síðan tíunda sætinu á fyrsta tímabilinu í A-deildinni í fyrra og er núna á toppnum. Á öllum tímabilum hans hefur því liðið tekið stórt stökk. Það er ekki bara árangurinn sem hefur vakið athygli á Girona liðinu heldur ekki síst spilamennskan. Það er óhætt að segja að það sé skemmtilegt að horfa á leiki Girona, sannkölluð rússíbanareið. Spila alvöru sóknarbolta Þetta er lið sem tekur mikla áhættu í sínum leik og spilar alvöru sóknarbolta. Það hefur líka skilað liðinu miklu fleiri mörkum en stórlið Real Madrid og Barcelona. Girona hefur skorað 29 mörk í 12 leikjum eða sex fleiri en Real Madrid og fimm fleiri en Barcelona. Counterattack made in Girona.#OsasunaGirona | #LaLigaHighlights | @LaLigaEN pic.twitter.com/IsntLhX12Z— Girona FC (@GironaFC_Engl) November 7, 2023 Liðið er líka að fá sig mörg en það hafa verið skorað samtals 44 mörk í leikjum liðsins í vetur. Sem sagt, eintóm skemmtun. Markahæsti leikmaður liðsins á þessari leiktíð er Úkraínumaðurinn Artem Dovbyk með sex mörk á sínu fyrsta tímabili með félaginu en hann hefur einnig gefið fjórar stoðsendingar. Það verður auðvitað erfitt fyrir Girona liðið að halda út í kapphlaupinu á löngu tímabili við lið eins og Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid eða Real Sociedad. Það væri hins vegar mikið afrek takist þessum litla klúbbi að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni. Gæti komið upp vandamál Komist liðið í Meistaradeildina kemur reyndar upp eitt vandamál. Eigendur Manchester City í City Football Group eiga nefnilega 47 prósent hlut í spænska félaginu. Þeir þurftu að sækja um leyfi hjá UEFA og sanna um leið að rekstur félaganna sé algjörlega aðskilinn. Það eru til fordæmi eins og með Red Bull Salzburg (Austurríki) og RB Leipzig (Þýskaland) sem bæði eru í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Það er hins vegar enn langt í að þetta verði eitthvað til að ræða um. Girona þarf náttúrulega að halda þetta út og fyrsta skrefið er að ná góðum úrslitum á móti Rayo Vallecano á útivelli um helgina. Michel er náttúrulega að mæta á sinn gamla heimavöll og spila á móti félagi sem hann lék yfir þrjú hundruð leiki fyrir. Who saw this coming?! Girona are top of LaLiga - can they keep this up for the rest of the season? pic.twitter.com/BbRbA8BR0t— Football Transfers (@Transfersdotcom) November 6, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira